Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, segir að Aron Snær Friðriksson sé fær um að veita Ingvari Jónssyni sterka samkeppni um að vera aðalmarkvörður Íslandsmeistarana.
Aron skrifaði undir samning til tveggja ára við Víking en hann er 28 ára gamall og kemur frá Njarðvík. Hann hefur spilað með Breiðabliki, Tindastóli, Vestra, Fylki og KR.
Hann kemur til Víkings sem var í markvarðarleit eftir að Pálmi Rafn Arinbjörnsson lagði hanskana á hilluna.
Aron skrifaði undir samning til tveggja ára við Víking en hann er 28 ára gamall og kemur frá Njarðvík. Hann hefur spilað með Breiðabliki, Tindastóli, Vestra, Fylki og KR.
Hann kemur til Víkings sem var í markvarðarleit eftir að Pálmi Rafn Arinbjörnsson lagði hanskana á hilluna.
„Aron er reynslumikill markvörður og leikmaður sem hefur í gegnum tíðina sýnt stöðugleika, fagmennsku og sterka nærveru bæði á vellinum og innan liðsins. Hann hefur oft verið nefndur sem vanmetinn markmaður, en þeir sem þekkja til vita að hann býr yfir öllum helstu eiginleikum sem toppmarkmaður þarf," segir Kári við heimasíðu Víkings.
„Með þessari blöndu af gæðum og karakter er Aron fullkomlega fær um að veita Ingvari sterka og heilbrigða samkeppni um stöðuna í markinu. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa tvo markverði af þessu kalíberi – það eykur stöðugleika, gæði á æfingum og tryggir að markmannsstaðan sé alltaf á hæsta stigi."
Athugasemdir




