Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 27. mars 2021 10:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verða breytingar á liðinu en líklega ekki á hópnum
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Armeníu í dag ásamt fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.

Ísland spilaði við Þýskaland síðasta fimmtudag og tapaði þar 3-0. Það er næsti leikur á móti Armeníu á morgun og svo þar á eftir kemur leikur við Liechtenstein næsta miðvikudag. Þetta eru þrír leikir á skömmum tíma og mikið álag á hópnum.

Arnar var spurður að því á blaðamannafundinum hvort það yrðu margar breytingar á milli leikja.

„Við munum gera breytingar á milli leikja. Það var alveg vitað. Það er spurning hversu margar breytingar verða en á milli leikja verða fleiri breytingar en væru í venjulegu árferði og ef það væru bara tveir leikir. Við munum gera breytingar, já," sagði Arnar en hann sagði jafnframt á fundinum að leikmenn liðsins væru í góðu standi.

Það er ekki von á því að leikmenn verði kallaðir inn í hópinn að þessu sinni.

„Við vorum með plan A, B og C varðandi leikmannahópinn. Við vorum til dæmis með það plan að ef eitthvað myndi gerast í leiknum á móti Þýskalandi - ef einhverjir myndu ekki geta spilað leik tvö - þá hefðum við kallað inn leikmenn. Eins og ég sagði, þá er standið almennt mjög gott fyrir utan einhverja þreytu sem er eðlileg eftir leiki. Það var rætt og það var plan ef þess þyrfti þá myndum við bæta við inn í hópinn," sagði Arnar.

„Þegar ég er að tala um að við munum gera breytingar er það einungis það að við erum að dreifa álaginu."

Sjá einnig:
Jói Berg klár gegn Armenum - Rúnar Már orðinn betri
Athugasemdir
banner
banner