Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 27. júní 2024 11:35
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 9. umferðar - Var sturlaður í þessum leik
Lengjudeildin
Aron Dagur Birnuson er leikmaður umferðarinnar.
Aron Dagur Birnuson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gummi Kalli er í fjórða sinn í úrvalsliðinu.
Gummi Kalli er í fjórða sinn í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Hrannar er þjálfari umferðarinnar.
Ólafur Hrannar er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Níunda umferð Lengjudeildarinnar var öll spiluð í gær. Grindvíkingar halda áfram að gera frábæra hluti eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson tók við liðinu en þeir unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir lögðu ÍBV 3-1. Þetta eru liðin sem sitja nú í þriðja og fjórða sæti.

Leikmaður umferðarinnar
Aron Dagur Birnuson - Grindavík
Markvörður Grindvíkinga hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar. „VÁ segi ég bara. Aron var sturlaður í þessum leik og hélt þeim inn í leiknum á köflum og á fyllilega skilið að vera maður leiksins hér í dag!" skrifaði Daníel Darri Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn.



Njarðvíkingar halda toppsætinu á markatölu en þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn Keflavík í grannaslag. Axel Ingi Jóhannesson í Keflavík var valinn maður leiksins og Ibra Camara var bestur Njarðvíkinga.

Fjölnir er í öðru sæti eftir 1-0 útisigur gegn Aftureldingu. Miðvarðapar Fjölnis er hrikalega öflugt og þeir Baldvin Þór Berndsen og Júlíus Mar Júlíusson eru báðir í liði umferðarinnar. Fyrir framan þá er Guðmundur Karl Guðmundsson sem er í úrvalsliðinu í fjórða sinn.

ÍR-ingar eru í umspilssæti eftir annan sigurinn í röð en þeir unnu endurkomusigur gegn tíu leikmönnum Gróttu. Óliver Elís Hlynsson átti tvær stoðsendingar og var valinn maður leiksins og auk þess kemst Bergvin Fannar Helgason í liðið þrátt fyrir að hafa bara spilað 30 mínútur. Hann kom inn af bekknum og hóf endurkomuna með því að jafna leikinn.

Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði annað mark Þórs sem vann langþráðan sigur í norðurlandsslag gegn Dalvík/Reyni.

Þórsarar komust upp úr fallsæti, líkt og Leiknir gerði með því að vinna Þrótt 3-1. Omar Sowe skilaði marki og stoðsendingu og er í liði umferðarinnar, líkt og Aron Einarsson sem var öflugur á miðsvæðinu. Leiknir hefur unnið báða leiki sína síðan Ólafur Hrannar Kristjánsson tók við liðinu og er hann þjálfari umferðarinnar.

Fyrri úrvalslið:
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner