Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 09:10
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 3. umferðar - Útsjónarsemi hans skóp vendipunkt leiksins
Lengjudeildin
Sami Kamel er leikmaður umferðarinnar.
Sami Kamel er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Bent vann urmul skallabolta gegn Þór.
Tómas Bent vann urmul skallabolta gegn Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær Friðriksson ver mark úrvalsliðsins.
Aron Snær Friðriksson ver mark úrvalsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Lengjudeildin heldur áfram að vera uppfull af áhugaverðum úrslitum og óvæntum uppákomum. Valið hefur verið úrvalslið 3. umferðar.

Keflavík lék sér að tíu leikmönnum Aftureldingar og vann 3-0 sigur í viðureign liða sem margir spáðu toppsætinu fyrir mót en höfðu farið illa af stað. Keflavík á tvo leikmenn í úrvalsliðinu, miðjumanninn Frans Elvarsson og svo leikmann umferðarinnar:

Leikmaður umferðarinnar:
Sami Kamel - Keflavík
Útsjónarsemi hans skapaði atvik leiksins þar sem markvörður Aftureldingar fékk á sig víti og rautt. Var mættur í pressuna og verðlaunaður fyrir það. Skoraði úr vítinu, skoraði svo annað gott mark og átti heilt yfir góðan leik.



Njarðvík fer af stað á miklu flugi og er með níu stig eftir þrjár umferðir. Liðið vann 1-0 útisigur gegn Þrótti þar sem Oumar Diouck skoraði markið sem skildi liðin að og markvörðurinn Aron Snær Friðriksson var valinn maður leiksins.

Reynir Haraldsson var valinn maður leiksins þegar Fjölnir, sem er í öðru sæti, gerði markalaust jafntefli í útileik gegn Dalvík/Reyni.

Jafntefli 1-1 varð niðurstaðan í baráttuleik ÍBV og Þórs í Vestmannaeyjum. Bjarki Björn Gunnarsson skoraði geggjað mark fyrir ÍBV og var maður leiksins. Tómas Bent Magnússon er einnig í liði umferðarinnar og fulltrúi Þórs er Ragnar Óli Ragnarsson.

Það var vel mætt og góð stemning á Breiðholtsslag Leiknis og ÍR sem heimamenn í Leikni unnu 1-0. Vigfús Arnar Jósefsson er þjálfari umferðarinnar eftir þennan nauðsynlega sigur Leiknis og Hjalti Sigurðsson er í úrvalsliðinu. Þá var Arnar Daníel Aðalsteinsson maður leiksins þegar Grótta gerði jafntefli gegn Grindavík.

Fyrri úrvalslið:
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner