Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 10. júní 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lið og leikmaður 6. umferðar - Erfitt að velja markvörð
Lengjudeildin
Máni var frábær gegn Njarðvík.
Máni var frábær gegn Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Ingi átti góða viku, skoraði líka í bikarnum gegn Val.
Dagur Ingi átti góða viku, skoraði líka í bikarnum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur er að gera frábæra hluti með Fjölni í upphafi tímabils.
Úlfur er að gera frábæra hluti með Fjölni í upphafi tímabils.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafal fékk kallið.
Rafal fékk kallið.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sjöttu umferð Lengjudeildarinnar lýkur ekki fyrr en 8. júlí þar sem leik Þórs og Grindavíkur var frestað vegna landsliðsverkefna. Þrátt fyrir það ætlum við að velja lið og leikmann umferðarinnar. Fjölnismenn eru komnir á toppinn eftir að hafa unnið toppliðið 4-2 í Egilshöll.

Fjölnir er með þrjá fulltrúa í liðinu. Guðmundur Karl Guðmundsson er með áskrift að liðinu, er nú valinn í þriðja skiptið. Úlfur Arnar Jökulsson er þjálfari umferðarinnar aðra umferðina í röð og leikmaður umferðarinnar er úr röðum Fjölnis.

Leikmaður umferðarinnar:
Máni Austmann Hilmarsson - Fjölnir
Máni var frábær í leiknum og er leikmaður umferðarinnar. Máni lagði upp bæði mörkin í fyrri hálfleik og skoraði svo sjálfur í seinni hálfleiknum. Ef Fjölnir ætlar sér upp þá þarf Máni að finna sig vel í sumar.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Keflavík valtaði fyrir Leikni með fimm mörkum í fyrri hálfleik. Dagur Ingi Valsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Stefán Jón Friðriksson átti góðan leik á miðjunni og skoraði eitt mark. Stefán er í liðinu í annað sinn í sumar.

Það var erfitt að velja markvörð umferðarinnar því Ásgeir Orri Magnússon hjá Keflavík og Vilhelm Þráinn Sigurjónsson hjá ÍR gerðu mjög sterkt tilkall.

Það var hins vegar Rafal Stefán Daníelsson sem fékk kallið. Hann var frábær þegar Grótta gerði jafntefli við Þrótt. Emil Skúli Einarsson og Eiríkur Þorsteinsson Blöndal áttu góðan leik fyrir Þrótt.

Afturelding lagði Dalvík/Reyni í sjö marka leik. Aron Jóhannsson var maður leiksins, átti stóran þátt í þremur mörkum og var kóngurinn á miðsvæðinu. Abdeen Abdul er í annað sinn í sumar í liði umferðarinnar. Hann skoraði tvö fyrir D/R, heimamenn í Aftureldingu voru í brasi með hraðan á framherjanum.

ÍR og ÍBV skildu jöfn í Breiðholti. Vicente Valor var öflugur á miðsvæði Eyjamanna og Sæþór Ívan Viðarsson kom sér á blað hjá heimamönnum.

Fyrri úrvalslið:
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner