
ÍBV tengdi saman sinn annan sigurleik þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 útisigur gegn Aftureldingu. Eyjamenn eru í þriðja sætinu og eiga þrjá fulltrúa í úrvalsliði 8. umferðar Lengjudeildarinnar.
Það eru varnarmaðurinn Sigurður Arnar Magnússon, Vicente Valor og svo sá sem hlýtur nafnbótina leikmaður umferðarinnar.
Leikmaður umferðarinnar
Oliver Heiðarsson - ÍBV
„Afturelding réði ekkert við Oliver á löngum köflum í kvöld og er hann maður leiksins. Lagði upp fyrsta og þriðja mark ÍBV," skrifaði Anton Freyr Jónsson fréttamaður Fótbolta.net en þetta er í annað sinn sem Oliver er valinn leikmaður umferðarinnar þetta tímabilið.
Það eru varnarmaðurinn Sigurður Arnar Magnússon, Vicente Valor og svo sá sem hlýtur nafnbótina leikmaður umferðarinnar.
Leikmaður umferðarinnar
Oliver Heiðarsson - ÍBV
„Afturelding réði ekkert við Oliver á löngum köflum í kvöld og er hann maður leiksins. Lagði upp fyrsta og þriðja mark ÍBV," skrifaði Anton Freyr Jónsson fréttamaður Fótbolta.net en þetta er í annað sinn sem Oliver er valinn leikmaður umferðarinnar þetta tímabilið.

Njarðvíkingar halda áfram að gera stórkostlega hluti í þessari deild og þeir unnu 3-2 útisigur gegn Gróttu. Dominik Radic skoraði tvö mörk í leiknum og er að sjálfsögðu í liði umferðarinnar.
Fjölnismenn töpuðu fyrsta leik sínum í deildinni í sumar þegar þeir lágu fyrir ÍR 3-1. Bragi Karl Bjarkason skoraði tvö mörk fyrir ÍR en Jordian Farahani var valinn maður leiksins.
Kostiantyn Iaroshenko skoraði fyrir Þrótt í 1-1 jafntefli gegn Keflavík. Ásgeir Orri Magnússon átti góðan leik í marki Keflvíkinga.
Þá vann Leiknir langþráðan 2-1 sigur gegn Þór Akureyri en þessi tvö lið eru saman í fallsætunum. Omar Sowe skoraði fyrra mark Leiknis en auk hans eru Andi Hoti og Jón Hrafn Barkarson í liði umferðarinnar.
Þjálfari umferðarinnar er Haraldur Árni Hróðmarsson hjá Grindavík en liðið hefur unnið báða leiki sína undir hans stjórn og vann Dalvík/Reyni 3-1 um helgina.
Fyrri úrvalslið:
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir