Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
banner
   lau 11. maí 2024 14:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Lið og leikmaður 2. umferðar - Þrenna og Beckham aukaspyrna
Lengjudeildin
Oliver Heiðarsson er leikmaður 2. umferðar.
Oliver Heiðarsson er leikmaður 2. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net
Tareq Shihab var frábær í liði Gróttu.
Tareq Shihab var frábær í liði Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Dagur Ingi skoraði sigurmark Fjölnis gegn Leikni.
Dagur Ingi skoraði sigurmark Fjölnis gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 var opinberað val á úrvalsliði 2. umferðar Lengjudeildarinnar.

ÍBV vann 4-2 sigur á Þrótti á Hásteinsvelli í gær. Sverrir Páll Hjaltested skoraði og var mjög öflugur í sóknaraðgerðum Eyjamanna. Liðsfélagi hans er leikmaður umferðarinnar.

Leikmaður umferðarinnar:
Oliver Heiðarsson - ÍBV
Var algjörlega frábær. Skoraði þrennu þar sem hann nýtti hraða sinn vel og afgreiðslurnar voru úr efstu hillu. Eftir óvænt tap í fyrstu umferð svöruðu Eyjamenn með flottri frammistöðu.



Njarðvíkingar fara af stað af miklum krafti og eru með fullt hús á toppi deildarinnar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson á því skilið að vera þjálfari umferðarinnar en Njarðvík vann 3-0 sigur gegn Dalvík/Reyni á fimmtudag. Maður leiksins var Ibra Camara sem var hrikalega öflugur á miðsvæðinu.

Auk Njarðvíkur er Fjölnir með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðirnar. Halldór Snær Georgsson hélt hreinu í marki Fjölnis í 1-0 sigri gegn Leikni. Miðvörðurinn Baldvin Þór Berndsen var maður leiksins og Dagur Ingi Axelsson skoraði sigurmarkið.

Þór vann 4-2 sigur gegn Aftureldingu í stórleik umferðarinnar sem fram fór í Boganum. Birkir Heimisson skoraði geggjað aukaspyrnumark að hætti David Beckham og er eini leikmaðurinn sem er í úrvalsliðinu í báðum fyrstu umferðunum. Rafael Victor var meðal markaskorara Þórs.

ÍR náði að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma gegn Grindavík. 1-1 urðu lokatölur en maður leiksins var valinn Kwame Quee sem skoraði mark Grindavíkur.

Keflvíkingar fara illa af stað og töpuðu gegn Gróttu 1-0. Tareq Shihab var valinn maður leiksins en hann hélt Sami Kamel algjörlega í skefjum. Arnar Daníel Aðalsteinsson varnarmaður Gróttu er einnig í liði umferðarinnar.

Fyrri úrvalslið:
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Útvarpsþátturinn - Böddi gestur og vangaveltur um Óskar Hrafn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 8 5 2 1 15 - 10 +5 17
3.    ÍBV 8 3 4 1 16 - 10 +6 13
4.    Afturelding 8 3 2 3 11 - 16 -5 11
5.    Keflavík 8 2 4 2 13 - 7 +6 10
6.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
7.    ÍR 8 2 3 3 9 - 15 -6 9
8.    Grindavík 6 1 4 1 11 - 11 0 7
9.    Dalvík/Reynir 7 1 4 2 9 - 11 -2 7
10.    Þróttur R. 8 1 3 4 12 - 13 -1 6
11.    Þór 6 1 3 2 8 - 11 -3 6
12.    Leiknir R. 7 1 0 6 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner
banner
banner