Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 17. júní 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 7. umferðar - Skorar ruglað mark og heldur hreinu
Lengjudeildin
Baldvin Þór Berndsen er leikmaður umferðarinnar.
Baldvin Þór Berndsen er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Snær Georgsson ver mark úrvalsliðsins.
Halldór Snær Georgsson ver mark úrvalsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dominik Radic og Joao Ananias eru báðir í úrvalsliðinu.
Dominik Radic og Joao Ananias eru báðir í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl Ingvarsson var maður leiksins í Breiðholti.
Einar Karl Ingvarsson var maður leiksins í Breiðholti.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
7. umferð Lengjudeildarinnar lauk á laugardaginn og eru Fjölnismenn ósigraðir á toppnum. Þeir unnu 1-0 sigur gegn Þór í Grafarvoginum og eiga þrjá leikmenn í liði umferðarinnar.

Það eru markvörðurinn Halldór Snær Georgsson, varnarmaðurinn Júlíus Mar Júlíusson og svo maðurinn sem leikur við hans hlið í hjarta varnarinnar.

Leikmaður umferðarinnar:
Baldvin Þór Berndsen - Fjölnir
„Á þetta alveg skuldlaust skilið að mínu mati. Skorar þetta ruglaða mark sem skilur liðin að og heldur hreinu. Ekki nóg með það heldur var hann bara gífurlega góður í dag með Júlíus í hjartanu. Fáranlega góð byrjun á mótinu fyrir Baldvin og Fjölnisliðið," skrifaði Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net þegar hann valdi miðvörðinn tvítuga mann leiksins.




Njarðvíkingar unnu 3-0 gegn ÍR og eru í öðru sæti. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er að gera glæsilega hluti og er þjálfari umferðarinnar í þriðja sinn. Dominik Radic skoraði tvívegis og var maður leiksins. Þá er brasilíski miðjumaðurinn Joao Ananias einnig í liði umferðarinnar.

Hrannar Snær Magnússon var valinn maður leiksins þegar Afturelding vann sinn þriðja leik í röð, liðið vann 2-1 útisigur gegn Þrótti. Aron Jóhannsson er í liði umferðarinnar í annað sinn í röð.

Jón Ingason og Vicente Valor skoruðu báðir fyrir ÍBV sem vann 3-0 útisigur gegn Gróttu. Loksins kom sigur hjá Eyjamönnum eftir fjóra jafnteflisleiki í röð.

Þröstur Mikael Jónasson var maður leiksins þegar Dalvík/Reynir gerði markalaust jafntefli gegn Keflavík og Grindavík vann mikilvægan 3-2 útisigur gegn Leikni sem er á botninum. Þar var Einar Karl Ingvarsson maður leiksins. Þetta var fyrsti leikur Grindvíkinga undir stjórn Haraldar Árna Hróðmarssonar.

Fyrri úrvalslið:
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner