7. umferð Lengjudeildarinnar lauk á laugardaginn og eru Fjölnismenn ósigraðir á toppnum. Þeir unnu 1-0 sigur gegn Þór í Grafarvoginum og eiga þrjá leikmenn í liði umferðarinnar.
Það eru markvörðurinn Halldór Snær Georgsson, varnarmaðurinn Júlíus Mar Júlíusson og svo maðurinn sem leikur við hans hlið í hjarta varnarinnar.
Leikmaður umferðarinnar:
Baldvin Þór Berndsen - Fjölnir
„Á þetta alveg skuldlaust skilið að mínu mati. Skorar þetta ruglaða mark sem skilur liðin að og heldur hreinu. Ekki nóg með það heldur var hann bara gífurlega góður í dag með Júlíus í hjartanu. Fáranlega góð byrjun á mótinu fyrir Baldvin og Fjölnisliðið," skrifaði Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net þegar hann valdi miðvörðinn tvítuga mann leiksins.
Það eru markvörðurinn Halldór Snær Georgsson, varnarmaðurinn Júlíus Mar Júlíusson og svo maðurinn sem leikur við hans hlið í hjarta varnarinnar.
Leikmaður umferðarinnar:
Baldvin Þór Berndsen - Fjölnir
„Á þetta alveg skuldlaust skilið að mínu mati. Skorar þetta ruglaða mark sem skilur liðin að og heldur hreinu. Ekki nóg með það heldur var hann bara gífurlega góður í dag með Júlíus í hjartanu. Fáranlega góð byrjun á mótinu fyrir Baldvin og Fjölnisliðið," skrifaði Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net þegar hann valdi miðvörðinn tvítuga mann leiksins.
Sigurmarkið gegn Þór! Baldvin Berndsen með ?? pic.twitter.com/PiZUMuZdRq
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) June 16, 2024
Njarðvíkingar unnu 3-0 gegn ÍR og eru í öðru sæti. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er að gera glæsilega hluti og er þjálfari umferðarinnar í þriðja sinn. Dominik Radic skoraði tvívegis og var maður leiksins. Þá er brasilíski miðjumaðurinn Joao Ananias einnig í liði umferðarinnar.
Hrannar Snær Magnússon var valinn maður leiksins þegar Afturelding vann sinn þriðja leik í röð, liðið vann 2-1 útisigur gegn Þrótti. Aron Jóhannsson er í liði umferðarinnar í annað sinn í röð.
Jón Ingason og Vicente Valor skoruðu báðir fyrir ÍBV sem vann 3-0 útisigur gegn Gróttu. Loksins kom sigur hjá Eyjamönnum eftir fjóra jafnteflisleiki í röð.
Þröstur Mikael Jónasson var maður leiksins þegar Dalvík/Reynir gerði markalaust jafntefli gegn Keflavík og Grindavík vann mikilvægan 3-2 útisigur gegn Leikni sem er á botninum. Þar var Einar Karl Ingvarsson maður leiksins. Þetta var fyrsti leikur Grindvíkinga undir stjórn Haraldar Árna Hróðmarssonar.
Fyrri úrvalslið:
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir