Selfoss og Þróttur R. eigast við í fallbaráttuslag í Lengjudeildinni og átti leikurinn að fara fram annað kvöld.
Samkvæmt nýjustu fregnum hefur leiknum verið frestað um einn dag hið minnsta vegna grunsemda um mögulegt smit innan raða Þróttara. Leikmenn fóru í skimun og þurfa að bíða í einn dag til að fá niðurstöður.
Þróttur er sem stendur í fallsæti í Lengjudeildinni, með 7 stig eftir 13 umferðir. Selfoss er í næsta sæti fyrir ofan, með 12 stig.
Nýjasta Covid-bylgja sem ríður yfir Ísland setur Íslandsmótið í hættu og vonandi hafa allir leikmenn sloppið við að smitast.
Athugasemdir