Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 27. september 2022 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
Orri Steinn: Set kröfu á mig að skora úr svona færum
Millimetraspursmál í lokin
Svekktur
Svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara ömurlegt, áttum miklu meira skilið í þessum leik fannst mér, vorum með þá allan tímann. Síðan fengum við færin, það er það sem er mest pirrandi - við vorum á þeim. Ef við hefðum bara legið til baka og verið að gera ekki neitt þá hefði þetta ekki verið svekkjandi. Við vorum betra liðið í dag og áttum skilið að vinna, ekki flóknara en það," sagði Orri Steinn Óskarsson, leikmaður U21 landsliðsins, eftir svekkjandi jafntefli gegn Tékkum í dag.

Jafnteflið þýðir að draumurinn um EM 2023 er úti þar sem fyrri umspilsleikur liðanna endaði með eins marks sigri Tékka.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Orri fékk gott færi eftir fasta fyrirgjöf frá Óla Val Ómarssyni í seinni hálfleik. Skalli Orra fór yfir mark Tékka.

„Já, að sjálfsögðu. Boltinn kom mjög fast á mig, hafði ekki mikinn tíma til að stjórna honum en ég set kröfu á mig að skora úr svona færum. Svekkjandi en samt erfitt, en ég set kröfur."

Orri kom inn í liðið frá síðasta leik. „Nei, kom mér svo sem ekki á óvart. Það voru tveir fjarverandi og ég veit að Davíð Snorri hefur fulla trú á mér. Ég hef sýnt með innkomu minni í leikjum og á æfingum hversu góður ég er."

Eini hálfleikurinn sem Ísland tapaði var seinni hálfleikurinn í fyrri leiknum. „Vorum ekki alveg nógu aggresívir þar og það verður okkur að bana í þessu einvigi. Það er mjög svekkjandi."

„Auðvitað verður þetta helvíti súrt þegar þeir byrja að tefja og byrja að vera óþolandi. En það er bara partur af þessu þegar þeir eru að verja forystu. Við héldum haus, fengum færin og síðan var þetta bara millimetraspursmál í lokin. Við vorum svo, svo nálægt þessu,"
sagði Orri.
Athugasemdir
banner
banner
banner