Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 27. september 2022 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
Orri Steinn: Set kröfu á mig að skora úr svona færum
Millimetraspursmál í lokin
Svekktur
Svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara ömurlegt, áttum miklu meira skilið í þessum leik fannst mér, vorum með þá allan tímann. Síðan fengum við færin, það er það sem er mest pirrandi - við vorum á þeim. Ef við hefðum bara legið til baka og verið að gera ekki neitt þá hefði þetta ekki verið svekkjandi. Við vorum betra liðið í dag og áttum skilið að vinna, ekki flóknara en það," sagði Orri Steinn Óskarsson, leikmaður U21 landsliðsins, eftir svekkjandi jafntefli gegn Tékkum í dag.

Jafnteflið þýðir að draumurinn um EM 2023 er úti þar sem fyrri umspilsleikur liðanna endaði með eins marks sigri Tékka.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Orri fékk gott færi eftir fasta fyrirgjöf frá Óla Val Ómarssyni í seinni hálfleik. Skalli Orra fór yfir mark Tékka.

„Já, að sjálfsögðu. Boltinn kom mjög fast á mig, hafði ekki mikinn tíma til að stjórna honum en ég set kröfu á mig að skora úr svona færum. Svekkjandi en samt erfitt, en ég set kröfur."

Orri kom inn í liðið frá síðasta leik. „Nei, kom mér svo sem ekki á óvart. Það voru tveir fjarverandi og ég veit að Davíð Snorri hefur fulla trú á mér. Ég hef sýnt með innkomu minni í leikjum og á æfingum hversu góður ég er."

Eini hálfleikurinn sem Ísland tapaði var seinni hálfleikurinn í fyrri leiknum. „Vorum ekki alveg nógu aggresívir þar og það verður okkur að bana í þessu einvigi. Það er mjög svekkjandi."

„Auðvitað verður þetta helvíti súrt þegar þeir byrja að tefja og byrja að vera óþolandi. En það er bara partur af þessu þegar þeir eru að verja forystu. Við héldum haus, fengum færin og síðan var þetta bara millimetraspursmál í lokin. Við vorum svo, svo nálægt þessu,"
sagði Orri.
Athugasemdir
banner