29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 27. september 2022 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
Orri Steinn: Set kröfu á mig að skora úr svona færum
Millimetraspursmál í lokin
Svekktur
Svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara ömurlegt, áttum miklu meira skilið í þessum leik fannst mér, vorum með þá allan tímann. Síðan fengum við færin, það er það sem er mest pirrandi - við vorum á þeim. Ef við hefðum bara legið til baka og verið að gera ekki neitt þá hefði þetta ekki verið svekkjandi. Við vorum betra liðið í dag og áttum skilið að vinna, ekki flóknara en það," sagði Orri Steinn Óskarsson, leikmaður U21 landsliðsins, eftir svekkjandi jafntefli gegn Tékkum í dag.

Jafnteflið þýðir að draumurinn um EM 2023 er úti þar sem fyrri umspilsleikur liðanna endaði með eins marks sigri Tékka.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Orri fékk gott færi eftir fasta fyrirgjöf frá Óla Val Ómarssyni í seinni hálfleik. Skalli Orra fór yfir mark Tékka.

„Já, að sjálfsögðu. Boltinn kom mjög fast á mig, hafði ekki mikinn tíma til að stjórna honum en ég set kröfu á mig að skora úr svona færum. Svekkjandi en samt erfitt, en ég set kröfur."

Orri kom inn í liðið frá síðasta leik. „Nei, kom mér svo sem ekki á óvart. Það voru tveir fjarverandi og ég veit að Davíð Snorri hefur fulla trú á mér. Ég hef sýnt með innkomu minni í leikjum og á æfingum hversu góður ég er."

Eini hálfleikurinn sem Ísland tapaði var seinni hálfleikurinn í fyrri leiknum. „Vorum ekki alveg nógu aggresívir þar og það verður okkur að bana í þessu einvigi. Það er mjög svekkjandi."

„Auðvitað verður þetta helvíti súrt þegar þeir byrja að tefja og byrja að vera óþolandi. En það er bara partur af þessu þegar þeir eru að verja forystu. Við héldum haus, fengum færin og síðan var þetta bara millimetraspursmál í lokin. Við vorum svo, svo nálægt þessu,"
sagði Orri.
Athugasemdir
banner
banner
banner