Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 10:24
Magnús Már Einarsson
Ísak Bergmann rólegur yfir áhuga stórliða - Á ekkert draumafélag
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping, segist ekki hugsa mikið um áhuga frá öðrum félögum. Njósnari frá Liverpool var mættur á leik Norrköping og AIK í gær til að horfa á Ísak og fleiri stór félög hafa sýnt þessum 17 ára gamla leikmanni áhuga eftir magnaða frammistöðu í sænsku úrvalsdeildinni.

„Ég vil hjálpa Norrköping að ná Evrópusæti. Það er það sem ég hugsa um á hverjum degi og við ætlum að gera það saman," sagði Ísak við Fotbollskanalen en hann var spurður að því hvort að hann sjái fram á að fara annað í vetur.

„Þetta er leiðinlegt svar en ég einbeiti mér að Norrköping núna. Það eru fimm leikir eftir á tímabilinu."

Aðspurður hvort að hann eigi eitthvað draumafélag sagði Ísak: „Manchester United er uppáhaldsliðið mitt en ég á ekkert draumafélag. Núna er Norrköping draumafélagið mitt. United er hins vegar uppáhaldsliðið mitt. Ég bjó í Manchester þegar faðir minn (Jóhannes Karl Guðjónsson) spilaði þar og við sáum marga leiki þar."

Ísak var spurður að því hvort að hann geti þá ekki farið til Liverpool? „Haha, maður getur ekki sagt það. Þeir spila góðan fótbolta núna. Manchester City og Liverpool hafa verið frábær að undanförnu."

Sjá einnig:
Þjálfari Norrköping: Ísak er besti leikmaður deildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner