Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 26. október 2020 23:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Norrköping: Ísak er besti leikmaður deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping, hafði ekkert nema góða hluti að segja um Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 2-2 jafntefli við AIK í sænska boltanum í dag. Jens var ansi stórorður og talaði um Ísak sem besta leikmann sem hefur sést í sænsku deildinni í langan tíma.

Ísak Bergmann er aðeins 17 ára gamall og kominn með fast byrjunarliðssæti í toppbaráttuliði. Fyrir leikinn gegn AIK var talað um að njósnari frá Liverpool væri mættur til að fylgjast með Ísaki.

„Það eru forréttindi að vinna með Ísaki. Hann er án vafa hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef þjálfað. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn, þeir eru kannski sterkari og fljótari en þeir leggja ekki jafn mikið á sig. Ísak hefur sérstakan hæfileika; hann leggur gríðarlega hart að sér allan daginn," sagði Jens meðal annars að leikslokum.

Jens var spurður hvort hann teldi Ísak vera besta leikmann sem sést hefur í sænsku deildinni í langan tíma. „Já, það held ég."

Yfirnjósnari Norrköping staðfesti þá að Juventus og Manchester United hafi verið að fylgjast með Ísaki að undanförnu.

Sjá einnig:
Njósnari frá Liverpool sagður vera mættur á leik Norrköping


Athugasemdir
banner
banner
banner