PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
   sun 27. október 2024 21:23
Haraldur Örn Haraldsson
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Vá, ég hef allt að segja og ekkert að segja. Ég er einhvernvegin að reyna að láta þetta síast inn, ég er ekki alveg að trúa þessu." Sagði Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víkinga 3-0 í kvöld og urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ég var bara byrjaður að hugsa þegar það var komið 96 á klukkuna að bíða eftir að þeir myndu flauta. Svo er maður bara einhvernvegin að reyna að átta sig á þessu."

Breiðablik var betra liðið allan leikinn sem endurspeglaðist í úrslitunum. Þeir voru greinilega klárir í þennan leik.

„Við gerðum þetta bara með því að spila eins og við höfum verið að gera. Við erum búnir að vera lang heitasta liðið síðan einhvertíman um mitt sumar. Við erum búnir að vera á skriði og við vissum að við þurftum að sækja þetta. Það var bara gott að þurfa ekki jafntefli eða neitt, gott að þurfa að sækja hlutina, og við gerðum það svo sannarlega í dag."

Víkingum nægði jafntefli í þessum leik en Breiðablik þurfti sigurinn til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn og það tókst.

„Þeir voru með eitthvað sem þeir voru að reyna að verja. Við vörðum ekki neitt og höfðum bara viljan til að reyna að sækja þetta og þá settum við bara allt á borðið. Þetta var rugluð frammistaða í svona leik, þar sem það var allt á móti okkur. Við fengum enga miða, við erum alltaf vondi kallinn en stundum þarf vondi kallinn að sigra."

Breiðablik var úthlutað 250 miðum á leikinn en restin af þeim 2500 sem mættu leikinn voru Víkingar. Það var samt ekki að heyra því Breiðablik tók yfir stúkuna og það heyrðist mest í þeim.

„Þeir voru geggjaðir, og við þurfum bara svona stuðning oftar. Það var tryllt að hafa þá hérna fyrir utan. Þetta var bara sturlað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner