Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 27. október 2024 21:23
Haraldur Örn Haraldsson
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Vá, ég hef allt að segja og ekkert að segja. Ég er einhvernvegin að reyna að láta þetta síast inn, ég er ekki alveg að trúa þessu." Sagði Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víkinga 3-0 í kvöld og urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ég var bara byrjaður að hugsa þegar það var komið 96 á klukkuna að bíða eftir að þeir myndu flauta. Svo er maður bara einhvernvegin að reyna að átta sig á þessu."

Breiðablik var betra liðið allan leikinn sem endurspeglaðist í úrslitunum. Þeir voru greinilega klárir í þennan leik.

„Við gerðum þetta bara með því að spila eins og við höfum verið að gera. Við erum búnir að vera lang heitasta liðið síðan einhvertíman um mitt sumar. Við erum búnir að vera á skriði og við vissum að við þurftum að sækja þetta. Það var bara gott að þurfa ekki jafntefli eða neitt, gott að þurfa að sækja hlutina, og við gerðum það svo sannarlega í dag."

Víkingum nægði jafntefli í þessum leik en Breiðablik þurfti sigurinn til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn og það tókst.

„Þeir voru með eitthvað sem þeir voru að reyna að verja. Við vörðum ekki neitt og höfðum bara viljan til að reyna að sækja þetta og þá settum við bara allt á borðið. Þetta var rugluð frammistaða í svona leik, þar sem það var allt á móti okkur. Við fengum enga miða, við erum alltaf vondi kallinn en stundum þarf vondi kallinn að sigra."

Breiðablik var úthlutað 250 miðum á leikinn en restin af þeim 2500 sem mættu leikinn voru Víkingar. Það var samt ekki að heyra því Breiðablik tók yfir stúkuna og það heyrðist mest í þeim.

„Þeir voru geggjaðir, og við þurfum bara svona stuðning oftar. Það var tryllt að hafa þá hérna fyrir utan. Þetta var bara sturlað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner