Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 15:59
Elvar Geir Magnússon
Túfa, Haukur Páll og Kjartan Sturlu hætta hjá Val (Staðfest)
Túfa og Haukur Páll Sigurðsson.
Túfa og Haukur Páll Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem staðfest er að Túfa, Srdjan Tufegdzic, sé hættur sem þjálfari Vals. Haukur Páll Sigurðsson, sem var aðstoðarmaður hans, og markvarðaþjálfarinn Kjartan Sturluson, yfirgefa einnig félagið.

Túfa vildi halda áfram en Valur ákvað að fara í þjálfarabreytingar og samkvæmt heimildum er verið að ganga frá því að Hermann Hreiðarsson taki við.

Í tilkynningu Vals segir að unnið sé að því að setja saman þjálfarateymi fyrir næsta tímabil.

„Við þökkum Túfa kærlega fyrir hans framlag til Vals og þann árangur sem hann náði í sumar. Það sama má segja um Hauk Pál og Kjartan sem eru auðvitað miklir félagsmenn og hafa verið lengi í Val. Þeirra framlag til félagsins er ómetanlegt og við óskum öllum þessum heiðursmönnum alls hins besta. Við teljum hinsvegar breytingar á teyminu nauðsynlegar á þessum tímapunkti og munum vanda okkur við að setja saman nýtt þjálfarateymi sem leiðir liðið áfram. Stjórnin mun taka þann tíma sem til þarf í það mikilvæga verkefni," segir Björn Steinar Jónsson, formaður fótboltadeildar Vals, í tilkynningunni.

Undir stjórn Túfa endaði Valur í öðru sæti Bestu deildarinnar á nýliðnu tímabili, tólf stigum á eftir Íslandsmeisturum Víkings. Valur komst í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Vestra.
Athugasemdir
banner
banner