Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum fyrir viku síðan að bjóða þremur þjálfurum í viðtal um landsliðsþjálfarastarfið.
Þetta kemur fram í fundargerð sem var birt í dag en þar eru umræddir þjálfarar ekki nafngreindir.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari hafa helst verið orðaðir við starfið. Þá hefur Norðmaðurinn Per-Mathias Högmo einnig verið nefndur.
Þetta kemur fram í fundargerð sem var birt í dag en þar eru umræddir þjálfarar ekki nafngreindir.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari hafa helst verið orðaðir við starfið. Þá hefur Norðmaðurinn Per-Mathias Högmo einnig verið nefndur.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hefur yfirumsjón með leitinni og valinu á næsta þjálfara. Varaformennirnir Helga Helgadóttir og Ingi Sigurðsson halda utan um leitina með honum með stuðningi frá knattspyrnusviði en þar er Jörundur Áki Sveinsson sviðsstjóri.
Þorvaldur hefur sagt að í sínum huga væri best að ráða íslenskan þjálfara en heldur því þó opnu að erlendur verði ráðinn. Hann hefur sagt að tíðinda ætti að vera að vænta snemma á komandi ári.
Fyrsta verkefni nýs þjálfara verði umspilsleikir gegn Kosóvó í Þjóðadeildinni í mars og svo tekur við undankeppni HM næsta haust.
Athugasemdir