Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 12:26
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Telur Frey líklegastan sem næsta landsliðsþjálfara
Icelandair
Freyr er fyrrum aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Freyr er fyrrum aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr er fyrrum þjálfari Lyngby og er orðaður við endurkomu í Danaveldi.
Freyr er fyrrum þjálfari Lyngby og er orðaður við endurkomu í Danaveldi.
Mynd: Getty Images
Ingi Sigurðsson varaformaður KSÍ er einn þeirra sem leiða leitina.
Ingi Sigurðsson varaformaður KSÍ er einn þeirra sem leiða leitina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var rætt um landsliðsþjálfaraleitina.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, setti saman lista fyrir þáttinn yfir hverja hann telur líklegastan sem næsta landsliðsþjálfara. Þar var nafn Freys Alexanderssonar númer eitt.

Freyr er laus eftir að hafa verið látinn fara frá belgíska félaginu Kortrijk og hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að taka við Íslandi.

„Freyr hakar náttúrulega í mörg box þar, hann var aðstoðarþjálfari og þekkir umhverfið og er náttúrulega mjög öflugur að skipuleggja varnarleik. Ég held að flestir séu sammála um að það sem landsliðið þurfi helst núna er skipulagning á varnarleik," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.

Líklegastir að mati Guðmundar:
1. Freyr Alexandersson
2. Arnar Gunnlaugsson
3. Per-Mathias Högmo
4. Janne Andersson

Orðaður við Bröndby
Félagslið hafa þegar sett sig í samband við Frey eftir viðskilnaðinn við Kortrijk, í þættinum er talað um áhuga frá Mið-Austurlöndum og þá hefur Freyr sagt að félag á Norðurlönndum og annað á Bretlandseyjum hafi heyrt í sér.

Hann hefur verið orðaður við danska stórliðið Bröndby og telur Tómas Þór Þórðarson að Freyr ætti klárlega að taka við því liði ef það stendur til boða, frekar en íslenska landsliðinu. Hann er viss um að Freyr muni einn daginn taka við Íslandi.

Tómas segir í þættinum að þó íslenska landsliðið sé spennandi sóknarlega þá eigi það ekki við varnarlega. Nær allir bestu leikmenn Íslands í dag eru sóknarþenkjandi á meðan breiddin til baka er ekki mikil.

„Ég ætla ekki að segja að ég sé á öndverðum meiði þegar allir segja að þetta sé svo spennandi. Fram á við já er þetta spennandi, til baka nei. Það skiptir kannski ekki öllu máli. Það er alltaf spennandi að fá landslið í hendurnar með Hákon Arnar og Orra Stein," segir Tómas.

„Aðallega er ég að horfa á að Freyr er 42 ára, ef honum stendur til boða að þjálfa Bröndby þá ertu nær einhverju. Það er ekkert stress"

Þau stýra leitinni að nýjum landsliðsþjálfara
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hefur yfirumsjón með leitinni og valinu á næsta þjálfara. Í fundargerð KSÍ kemur fram að varaformennirnir Helga Helgadóttir og Ingi Sigurðsson halda utan um leitina með honum.

Þorvaldur hefur sagt að í sínum huga væri best að ráða íslenskan þjálfara en heldur því þó opnu að erlendur verði ráðinn. Tekin verði ákvörðun eftir því hvað talið sé að henti best. Í samtali við mbl.is sagði hann að línur ættu að vera farnar að skýrast í leitinni á fyrstu dögum nýs árs.
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Athugasemdir
banner
banner
banner