Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sáust funda með Hólmari - „Yrði geggjað ef það væri hægt"
Hólmar Örn Eyjólfsson í leik gegn FH síðasta sumar.
Hólmar Örn Eyjólfsson í leik gegn FH síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í dag sáust þeir Davíð Þór Viðarsson og Bjarni Þór Viðarsson á fundi með Hólmari Erni Eyjólfssyni, leikmanni Rosenborg. Mjög miklar líkur eru á því að Hólmar muni spila á Íslandi næsta sumar og hefur hann verið orðaður við FH, Víking og Val.

Davíð er yfirmaður fótboltamála hjá FH og Bjarni, bróðir Davíðs, er í stjórn FH. Hólmar er 31 árs miðvörður og er góður vinur Matthíasar Vilhjálmssonar, fyrirliða FH. Bjarni Þór lék þá með Hólmari hjá Roeselare í Belgíu og í U21 árs landsliðinu.

Yrði geggjað ef það væri hægt
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var til viðtals í gær eftir blaðamannafund þar sem Heiðar Máni Hermannsson og Finnur Orri Margeirsson voru kynntir. Óli var spurður út í frekari leikmannastyrkingar en FH hefur verið orðað við bæði Adam Örn Arnarson og Hólmar Örn Eyjólfsson.

„Ég á von á því að við styrkjum hópinn eitthvað meira, við erum að líta í kringum okkur," sagði Óli en sagðist ekki hafa rætt við Hólmar sjálfur.

Bindur þú vonir við að Hólmar komi í FH?

„Það yrði geggjað ef það væri hægt en það er ekki í mínum höndum," sagði Óli.

Adam Örn er 26 ára gamall og spilar oftast sem hægri bakvörður, hann er án félags eftir að samningur hans við Tromsö í Noregi rann út. Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni hér að neðan.
Óli Jó: Reyndi að fá Finn Orra í fyrra en það gekk ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner