Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 28. febrúar 2022 11:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sænsku meistararnir að kaupa Ágúst Orra
Ágúst Orri á U17 æfingu í haust.
Ágúst Orri á U17 æfingu í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Orri Þorsteinsson er á leið til Malmö í Svíþjóð. Þetta hefur bæði Breiðablik og umboðsmaður Ágústs staðfest í samtali við Fótbolta.net.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ágústs, staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Malmö sé búið að ná samkomulagi við Ágúst og Breiðablik.

Ágúst er sautján ára gamall og kom við sögu í einum deildarleik síðasta sumar. Þá á hann að baki fimm leiki fyrir U17 ára landsliðið.

Ágúst fór á reynslu hjá Malmö í vetur og hefur greinilega heillað menn hjá félaginu.

Hann er samningsbundinn Breiðabliki svo sænsku meistararnir þurfa að kaupa hann frá Blikum.


Athugasemdir
banner
banner