Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   fös 28. febrúar 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Þjálfarar Milan og Juve gætu báðir verið reknir
Sergio Conceicao og Christian Pulisic.
Sergio Conceicao og Christian Pulisic.
Mynd: EPA
Thiago Motta.
Thiago Motta.
Mynd: EPA
Sergio Conceicao þjálfari AC Milan viðurkennir að hann viti ekki hversu lengi hann verður í starfinu áfram. Hann segir leikmenn sína hafa verið leiða og pirraða eftir 2-1 tap gegn Bologna.

Milan er ekki í Evrópusæti og er átta stigum frá topp fjórum.

„Ég gef allt í starfið á hverjum degi. Það er umræða um mína framtíð en ef félagið vill ekki hafa mig þá pakka ég niður og fer. Ég hef unnið þrettán titla á ferlinum það er ekki eins og ég hafi orðið þjálfari Milan upp úr engu," segir Conceicao sem finnst hann ekki fá virðingu fjölmiðlamanna.

Ítalskir fjölmiðlar segja að þá sé starf Thiago Motta, stjóra Juventus, einnig í hættu. Þrátt fyrir ummæli Cristiano Giuntoli, yfirmanns fótboltamála hjá félaginu, um að svo væri ekki.

Motta er sagður vera búinn að „missa klefann" eins og það kallast og leikmenn innan hópsins hafi fengið nóg af honum.

Tuttosport og Gazzetta segja að Motta þurfi að bæta samskipti við leikmenn sína og spilamennskuna til að halda starfinu. Blöðin eru þegar farin að velta því fyrir sér hver gæti tekið við starfinu og þar eru Gian Piero Gasperini, Antonio Conte, Igor Tudor og Roberto Mancini nefndir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner