Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 28. mars 2018 03:22
Alexander Freyr Tamimi
Helgi Kolviðs: Enginn sem festi sér sæti eða datt úr sæti
Icelandair
Helgi Kolviðsson tekur margt jákvætt út úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.
Helgi Kolviðsson tekur margt jákvætt út úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sá margt jákvætt í spilamennsku íslenska landsliðsins í kvöld þrátt fyrir 3-1 tap gegn Perú á Red Bull Arena.

Lestu um leikinn: Perú 3 -  1 Ísland

„Við vissum að andstæðingurinn væri gríðarlega sterkur, þeir koma með sitt sterkasta lið inn í þennan leik, nærri sama lið og gegn Króötum. Maður sér það að þessi lið eru bara að leita að úrslitum, þau eru ekki að prófa neitt," sagði Helgi við Fótbolta.net á Red Bull Arena.

„Við vorum með miklar breytingar og að byrja svona leik á að fá sig mark eftir tvær mínútur var eins og blaut tuska í andlitið og það tók okkur smá tíma að jafna okkur á því. En um leið og við fórum að gera það sem við lögðum upp og fá boltann inn í teig og koma þeirra hafsentum í vandræði, þá vorum við að vinna flest alla skallabolta þar, við sköpuðum færi og fengum föst leikatriði sem við gátum nýtt okkur. Við vorum ánægðir með það sem við komum okkur inn í leikinn aftur. Í seinni hálfleik fengum við líka færi en svo fórum við að gera þetta aðeins of flókið og það er ekki okkar leikur."

Helgi segir engan hafa spilað sig út úr hópnum til Rússlands í landsleikjunum tveimur gegn Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum.

„Við eigum eftir að skoða báða leikina aftur og við verðum að ræða þetta saman. Það eru enn tveir mánuðir í að við tilkynnum hópinn, við sáum fullt af hlutum sem okkur líkaði vel við og hluti sem við getum gert betur. Það var enginn sem festi sér eitthvað sæti núna eða datt út úr einhverju sæti, það var ekkert svoleiðis í gangi. Við vildum fá þetta tempó, sjá ákveðna menn í ákveðnum stöðum og fengum fullt af svörum við okkar spurningum. Nú ætlum við bara að vinna okkur út úr því," sagði Helgi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner