Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
   mið 28. mars 2018 03:22
Alexander Freyr Tamimi
Helgi Kolviðs: Enginn sem festi sér sæti eða datt úr sæti
Icelandair
Helgi Kolviðsson tekur margt jákvætt út úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.
Helgi Kolviðsson tekur margt jákvætt út úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sá margt jákvætt í spilamennsku íslenska landsliðsins í kvöld þrátt fyrir 3-1 tap gegn Perú á Red Bull Arena.

Lestu um leikinn: Perú 3 -  1 Ísland

„Við vissum að andstæðingurinn væri gríðarlega sterkur, þeir koma með sitt sterkasta lið inn í þennan leik, nærri sama lið og gegn Króötum. Maður sér það að þessi lið eru bara að leita að úrslitum, þau eru ekki að prófa neitt," sagði Helgi við Fótbolta.net á Red Bull Arena.

„Við vorum með miklar breytingar og að byrja svona leik á að fá sig mark eftir tvær mínútur var eins og blaut tuska í andlitið og það tók okkur smá tíma að jafna okkur á því. En um leið og við fórum að gera það sem við lögðum upp og fá boltann inn í teig og koma þeirra hafsentum í vandræði, þá vorum við að vinna flest alla skallabolta þar, við sköpuðum færi og fengum föst leikatriði sem við gátum nýtt okkur. Við vorum ánægðir með það sem við komum okkur inn í leikinn aftur. Í seinni hálfleik fengum við líka færi en svo fórum við að gera þetta aðeins of flókið og það er ekki okkar leikur."

Helgi segir engan hafa spilað sig út úr hópnum til Rússlands í landsleikjunum tveimur gegn Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum.

„Við eigum eftir að skoða báða leikina aftur og við verðum að ræða þetta saman. Það eru enn tveir mánuðir í að við tilkynnum hópinn, við sáum fullt af hlutum sem okkur líkaði vel við og hluti sem við getum gert betur. Það var enginn sem festi sér eitthvað sæti núna eða datt út úr einhverju sæti, það var ekkert svoleiðis í gangi. Við vildum fá þetta tempó, sjá ákveðna menn í ákveðnum stöðum og fengum fullt af svörum við okkar spurningum. Nú ætlum við bara að vinna okkur út úr því," sagði Helgi að lokum.
Athugasemdir
banner