Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   mið 28. mars 2018 03:22
Alexander Freyr Tamimi
Helgi Kolviðs: Enginn sem festi sér sæti eða datt úr sæti
Icelandair
Helgi Kolviðsson tekur margt jákvætt út úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.
Helgi Kolviðsson tekur margt jákvætt út úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sá margt jákvætt í spilamennsku íslenska landsliðsins í kvöld þrátt fyrir 3-1 tap gegn Perú á Red Bull Arena.

Lestu um leikinn: Perú 3 -  1 Ísland

„Við vissum að andstæðingurinn væri gríðarlega sterkur, þeir koma með sitt sterkasta lið inn í þennan leik, nærri sama lið og gegn Króötum. Maður sér það að þessi lið eru bara að leita að úrslitum, þau eru ekki að prófa neitt," sagði Helgi við Fótbolta.net á Red Bull Arena.

„Við vorum með miklar breytingar og að byrja svona leik á að fá sig mark eftir tvær mínútur var eins og blaut tuska í andlitið og það tók okkur smá tíma að jafna okkur á því. En um leið og við fórum að gera það sem við lögðum upp og fá boltann inn í teig og koma þeirra hafsentum í vandræði, þá vorum við að vinna flest alla skallabolta þar, við sköpuðum færi og fengum föst leikatriði sem við gátum nýtt okkur. Við vorum ánægðir með það sem við komum okkur inn í leikinn aftur. Í seinni hálfleik fengum við líka færi en svo fórum við að gera þetta aðeins of flókið og það er ekki okkar leikur."

Helgi segir engan hafa spilað sig út úr hópnum til Rússlands í landsleikjunum tveimur gegn Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum.

„Við eigum eftir að skoða báða leikina aftur og við verðum að ræða þetta saman. Það eru enn tveir mánuðir í að við tilkynnum hópinn, við sáum fullt af hlutum sem okkur líkaði vel við og hluti sem við getum gert betur. Það var enginn sem festi sér eitthvað sæti núna eða datt út úr einhverju sæti, það var ekkert svoleiðis í gangi. Við vildum fá þetta tempó, sjá ákveðna menn í ákveðnum stöðum og fengum fullt af svörum við okkar spurningum. Nú ætlum við bara að vinna okkur út úr því," sagði Helgi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner