De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 28. mars 2018 03:22
Alexander Freyr Tamimi
Helgi Kolviðs: Enginn sem festi sér sæti eða datt úr sæti
Icelandair
Helgi Kolviðsson tekur margt jákvætt út úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.
Helgi Kolviðsson tekur margt jákvætt út úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sá margt jákvætt í spilamennsku íslenska landsliðsins í kvöld þrátt fyrir 3-1 tap gegn Perú á Red Bull Arena.

Lestu um leikinn: Perú 3 -  1 Ísland

„Við vissum að andstæðingurinn væri gríðarlega sterkur, þeir koma með sitt sterkasta lið inn í þennan leik, nærri sama lið og gegn Króötum. Maður sér það að þessi lið eru bara að leita að úrslitum, þau eru ekki að prófa neitt," sagði Helgi við Fótbolta.net á Red Bull Arena.

„Við vorum með miklar breytingar og að byrja svona leik á að fá sig mark eftir tvær mínútur var eins og blaut tuska í andlitið og það tók okkur smá tíma að jafna okkur á því. En um leið og við fórum að gera það sem við lögðum upp og fá boltann inn í teig og koma þeirra hafsentum í vandræði, þá vorum við að vinna flest alla skallabolta þar, við sköpuðum færi og fengum föst leikatriði sem við gátum nýtt okkur. Við vorum ánægðir með það sem við komum okkur inn í leikinn aftur. Í seinni hálfleik fengum við líka færi en svo fórum við að gera þetta aðeins of flókið og það er ekki okkar leikur."

Helgi segir engan hafa spilað sig út úr hópnum til Rússlands í landsleikjunum tveimur gegn Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum.

„Við eigum eftir að skoða báða leikina aftur og við verðum að ræða þetta saman. Það eru enn tveir mánuðir í að við tilkynnum hópinn, við sáum fullt af hlutum sem okkur líkaði vel við og hluti sem við getum gert betur. Það var enginn sem festi sér eitthvað sæti núna eða datt út úr einhverju sæti, það var ekkert svoleiðis í gangi. Við vildum fá þetta tempó, sjá ákveðna menn í ákveðnum stöðum og fengum fullt af svörum við okkar spurningum. Nú ætlum við bara að vinna okkur út úr því," sagði Helgi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner