Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
   mið 28. mars 2018 03:22
Alexander Freyr Tamimi
Helgi Kolviðs: Enginn sem festi sér sæti eða datt úr sæti
Icelandair
Helgi Kolviðsson tekur margt jákvætt út úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.
Helgi Kolviðsson tekur margt jákvætt út úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sá margt jákvætt í spilamennsku íslenska landsliðsins í kvöld þrátt fyrir 3-1 tap gegn Perú á Red Bull Arena.

Lestu um leikinn: Perú 3 -  1 Ísland

„Við vissum að andstæðingurinn væri gríðarlega sterkur, þeir koma með sitt sterkasta lið inn í þennan leik, nærri sama lið og gegn Króötum. Maður sér það að þessi lið eru bara að leita að úrslitum, þau eru ekki að prófa neitt," sagði Helgi við Fótbolta.net á Red Bull Arena.

„Við vorum með miklar breytingar og að byrja svona leik á að fá sig mark eftir tvær mínútur var eins og blaut tuska í andlitið og það tók okkur smá tíma að jafna okkur á því. En um leið og við fórum að gera það sem við lögðum upp og fá boltann inn í teig og koma þeirra hafsentum í vandræði, þá vorum við að vinna flest alla skallabolta þar, við sköpuðum færi og fengum föst leikatriði sem við gátum nýtt okkur. Við vorum ánægðir með það sem við komum okkur inn í leikinn aftur. Í seinni hálfleik fengum við líka færi en svo fórum við að gera þetta aðeins of flókið og það er ekki okkar leikur."

Helgi segir engan hafa spilað sig út úr hópnum til Rússlands í landsleikjunum tveimur gegn Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum.

„Við eigum eftir að skoða báða leikina aftur og við verðum að ræða þetta saman. Það eru enn tveir mánuðir í að við tilkynnum hópinn, við sáum fullt af hlutum sem okkur líkaði vel við og hluti sem við getum gert betur. Það var enginn sem festi sér eitthvað sæti núna eða datt út úr einhverju sæti, það var ekkert svoleiðis í gangi. Við vildum fá þetta tempó, sjá ákveðna menn í ákveðnum stöðum og fengum fullt af svörum við okkar spurningum. Nú ætlum við bara að vinna okkur út úr því," sagði Helgi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner