Breiðablik tóku á móti Fram þegar flautað var til leiks í 4.umferð Bestu deild karla frá Wurth vellinum í Árbæ núna í kvöld.
Leikurinn var frábær skemmtun og eftir frábæra byrjun Breiðabliks þegar þeir komust þremur mörkum yfir misstu þeir leikinn í 4-4 en náðu þó að tryggja sér sigurinn á lokamínútum uppbótartímas eftir mark úr hornspyrnu.
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 4 Fram
„Óþarflega spennandi fyrir minn smekk, mér fannst við eiga að vera löngu búnir að gera út um þennan leik en úr því sem komið var þá er ég bara mjög ánægður með karakterinn sem við sýndum." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
„Ég talaði um það fyrir leikinn að við þyrftum að sýna veiði eðlið og fara úr því að vera einhver varnarmekkanisma og það að verja einhverja stöðu sem að við værum í yfir í það að sækja og við gerðum það en auðvitað eins sætt og það er að ná inn þessu fimmta marki og frammistaðan var framúrskandi frábær fyrstu 40 mínúturnar þá er það áhyggjuefni hversu auðvelt það er að skora hjá okkur þessa dagana og það er bara staðreynd og það er það sem við þurfum að skoða."
Það er rætt nánar við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |