Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 28. október 2020 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Chelsea lagði Krasnodar - Kean í stuði hjá PSG
Chelsea sótti þrjú stig til Rússlands.
Chelsea sótti þrjú stig til Rússlands.
Mynd: Getty Images
Moise Kean stígur dansspor í Istanbúl.
Moise Kean stígur dansspor í Istanbúl.
Mynd: Getty Images
Úrslitin voru eftir bókinni í þeim tveimur leikjum sem eru búnir í Meistaradeildinni í dag.

Chelsea fór til Rússlands og mætti þar Krasnodar. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Chelsea því Jorginho setti vítaspyrnu í stöngina á 14. mínútu. Á 37. mínútu skoraði Callum Hudson-Odoi fyrsta mark leiksins.

Chelsea fékk aðra vítaspyrnu á 76. mínútu þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Krasnodar. Þá fór Timo Werner á vítapunktinn og hann skoraði af öryggi. Hakim Ziyech skoraði þriðja mark Chelsea á 79. mínútu, hans fyrsta mark fyrir félagið. Christian Pulisic skoraði svo fjórða markið, 4-0. Þar við sat.

Lundúnarliðið er með fjögur stig eftir tvo leiki en Krasnodar er með eitt stig.

Í Istanbúl var Moise Kean, lánsmaður frá Everton, hetja Paris Saint-Germain gegn Istanbul Basaksehir. Kean skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og hann er núna búinn að skora jafnmikið af mörkum (4) í síðustu tveimur leikjum með PSG, og hann gerði í 37 leikjum með Everton á síðustu leiktíð.

PSG er með þrjú stig og Basaksehir án stiga. Man Utd og Leipzig mætast í þessum riðli á eftir.

E-riðill
FK Krasnodar 0 - 4 Chelsea
0-0 Jorginho ('14 , Misnotað víti)
0-1 Callum Hudson-Odoi ('37 )
0-2 Timo Werner ('76 , víti)
0-3 Hakim Ziyech ('79 )
0-4 Christian Pulisic ('90 )

H-riðill
Istanbul Basaksehir 0 - 2 Paris Saint Germain
0-1 Moise Kean ('64 )
0-2 Moise Kean ('79 )

Það hefjast sex leikir klukkan 20:00. Smelltu hérna til að skoða byrjunarlið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner