Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur nær að æfa einu sinni eða tvisvar saman fyrir Meistaradeildina
Hallbera, fyrirliði Vals, var í landsliðsverkefni í Svíþjóð.
Hallbera, fyrirliði Vals, var í landsliðsverkefni í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Vals munu ekki ná að æfa mikið með allan leikmannahóp sinn fyrir leikinn gegn HJK Helsinki frá Finnlandi í Meistaradeild Evrópu.

Sjö leikmenn Vals voru í íslenska landsliðshópnum sem mætti Svíþjóð í gær. Þær flugu heim í dag en þurfa að fara í fimm daga vinnusóttkví og geta því ekki æft með liðinu fyrr en í næstu viku.

Valur mun ekki ná að hafa allan sinn leikmannahóp fyrr en mögulega á mánudag, en annars á þriðjudag.

Sigurður K. Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, segir í samtali við Vísi að leikurinn muni alltaf fara fram þó reglur vegna kórónuveirunnar verði áfram strangar hér á landi. Leikurinn á að fara fram næstkomandi miðvikudag á Origo-vellinum.

Allir þeir einstaklingar sem munu taka þátt í leiknum fara í kórónuveirupróf fyrir hann.

„Þetta er staðan og við tökum á þessu eins og þetta er. Við förum eftir þeim reglum sem settar eru og hvað við megum gera. Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, við Íþróttafréttir Stöðvar 2 í síðustu viku.

Ekki er leikið heima og að heiman að þessu sinni heldur er um eina viðureign að ræða. Sigurliðið kemst einum leik frá 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner