Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Wilshere til í allt - Gæti spilað utan Englands
Jack Wilshere
Jack Wilshere
Mynd: Getty Images
„Ég vil spila fyrir félag þar sem mér líður eins og ég sé mikilvægur hluti. Ég vil bara spila leiki. Ég vil spila aftur 25-30 leiki á tímabili þar sem ég get fengið sjálfstraustið aftur og verið með bros á vör," segir miðjumaðurinn Jack Wilshere í viðtali við Sky í dag.

Hinn 28 ára gamli Wilshere hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en hann er nú í leit að nýju félagi eftir að hafa losnað undan samningi hjá West Ham á dögunum. Wilshere er að íhuga að spreyta sig utan Englands.

„La Liga, Ítalía eða Þýskalandi væri góð breyting fyrir mig. Það hafa ekki margir enskir leikmenn gert það. Ég horfi alltaf á La Liga og ég hef alltaf hugsað um það. Ég kann vel við deildina og hún er tæknilega betri en enski boltinn. Ég held að ég gæti virkilega sýnt hvað ég get þar," sagði Wilshere en hann hefur einnig verið orðaður við félög í Bandaríkjunum.

„Ég tel ekki að ég sé ekki of ungur fyrir MLS. Þetta er sýnt á Sky Sports. Ég held að það hafi verið mikil bæting í deildinni. Ef rétta tækifærið kemur þar þá væri ég opin fyrir því."
Athugasemdir
banner
banner
banner