Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
banner
   lau 28. október 2023 16:03
Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder tekinn við KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR tilkynnti rétt í þessu að Gregg Ryder hafi verið ráðinn þjálfari liðsins. Þetta var tilkynnt á fjölmennum fréttamannafundi í félagsheimili KR í vesturbænum.

„Það hafa margir verið í umræðunni en við höfum flýtt okkur hægt," sagði Páll Kristjánsson formaður KR á fundinum í dag og ítrekaði að þegar ráðið sé hjá KR þurfi að vanda til verka en ekki flýta sér.

Hann starfaði fyrir nokkrum árum sem aðstoðarþjálfari ÍBV og sem aðalþjálfari Þróttar og Þórs á Akureyri með misjöfnum árangri. Hann hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarþjálfari HB Köge í Danmörku.

Ryder tekur við starfinu af Rúnari Kristinssyni sem fékk þau skilaboð rétt fyrir lok tímabilsins að starfskrafta hans yrði ekki óskað áfram.

Rúnar hefur þegar fundið sér nýtt starf því hann samdi við Fram í vikunni um að þjálfa liðið næstu árin.
Athugasemdir
banner
banner