Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. nóvember 2021 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel: Því miður, þá skoruðum við tvö mörk
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, var ánægður með frammistöðuna en svekktur með úrslitin þegar lið hans gerði jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Við vorum með yfirburði frá fyrstu mínútu, við vorum agressívir og hættum aldrei að sækja," sagði Tuchel.

Hann sagði jafnframt: „Því miður, þá skoruðum við tvö mörk - eitt fyrir okkur og eitt fyrir þá."

Hann var þá að tala um mistök sem miðjumaðurinn Jorginho gerði í aðdraganda marksins sem Man Utd skoraði. Varnarmaðurinn Antonio Rudiger fékk gott færi til að skora sigurmarkið í blálokin en setti boltann yfir.

„Þetta var stórt tækifæri. Ef hann hefði hitt rammann, þá hefðum við kannski fengið frábæran endi eftir frábæra frammistöðu. Við verðum að sætta okkur við þessi úrslit. Við spiluðum vel og ég er ánægður með það."

„Ef við spilum svona, þá eru líkurnar meiri á góðum úrslitum," sagði Tuchel. Chelsea er á toppnum með einu stigi meira en Manchester City eftir 13 leiki.
Athugasemdir
banner