Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   þri 28. nóvember 2023 13:24
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag: Góð bæting á okkar leik
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester United United mætir Galatasaray í Meistaradeildinni á morgun. Afskaplega mikilvægur leikur en United er úr leik ef liðið tapar.

United tapaði gegn Galatasaray á Old Trafford fyrr á tímabilinu og hefur ekki vegnað vel í riðlinum. Liðið hefur unnið fimm af sex síðustu leikjum og segir stjórinn Erik ten Hag að bjartsýni ríki í hópnum fyrir komandi leik í Tyrklandi.

„Við höfum bætt okkur vel. Það hefur verið bæting á okkar leik, við sýnum meiri stöðugleika og erum að vinna leiki. Það er mikill munur á okkur núna og frá því að við mættum þeim fyrst,“ segir Ten Hag.

Það er enginn ótti í okkur
Erik ten Hag var spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvernig hinn átján ára gamli Kobbie Mainoo myndi höndla fjandsamlegt andrúmsloftið á heimavelli Galatasaray?

„Nei. Það er enginn ótti í okkar. Ef leikmenn eru nægilega góðir þá eru þeir nægilega gamlir," segir Ten Hag en Mainoo fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína gegn Everton á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner