Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   þri 28. nóvember 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Úrslitin sem Man Utd, Arsenal og Newcastle þurfa í Meistaradeildinni
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Harry Kane hefur raðað inn mörkum.
Harry Kane hefur raðað inn mörkum.
Mynd: EPA
Arsenal er í góðri stöðu.
Arsenal er í góðri stöðu.
Mynd: Getty Images
Bellingham er einn besti leikmaður heims í dag.
Bellingham er einn besti leikmaður heims í dag.
Mynd: EPA
Maurizio Sarri stýrir Lazio.
Maurizio Sarri stýrir Lazio.
Mynd: EPA
Celtic er aðeins með eitt stig.
Celtic er aðeins með eitt stig.
Mynd: Getty Images
Það er spenna í riðli Newcastle.
Það er spenna í riðli Newcastle.
Mynd: EPA
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Man City
Það eru bara tvær umferðir eftir af riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Manchester City er meðal félaga sem hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum.

Hér er samantekt á því hvernig staðan er í öllum átta riðlunum þegar komið er að lokaleikjunum. Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram.

A-riðill:
1. Bayern München 12 stig
2. FC Kaupmannahöfn 4
3. Galatasaray 4
4. Manchester United 3

Mörkin hans Harry Kane hafa tryggt Bayern München sæti í 16-liða úrslitum en hörð barátta er um annað sætið. Óvænt tap Manchester United í Kaupmannahöfn setur liðið í erfiða stöðu í neðsta sæti riðilsins.

United verður úr leik ef liðið tapar gegn Galatasaray. Sigur United í Tyrklandi og sigur Bayern gegn FCK myndi setja þennan riðil í allt annað horf. Það myndi einnig þýða að jafntefli myndi líklega duga United gegn Bayern í lokaumferðinni vegna innbyrðis viðureigna.

FCK og Galatasaray eru bæði með fjögur stig og tyrkneska liðið er í fínni stöðu. Liðið hefur þegar klárað leiki sína við Bayern og stig gegn United setur örlögin í þeirra eigin hendur.

Leikirnir sem eru eftir:
29. nóvember: Galatasaray - Manchester United; Bayern München vs Kaupmannahöfn

12. desember: Manchester United - Bayern München; Kaupmannahöfn - Galatasaray

B-riðill:
1. Arsenal 9 stig
2. PSV Eindhoven 5
3. Lens 5
4. Sevilla 2

Arsenal er með fjögurra stiga forystu en hefur þó ekki innsiglað sæti sitt í útsláttarkeppninni. Jafntefli á heimavelli gegn Lens á morgun myndi tryggja liðinu farseðilinn í 16-liða úrslitin, einnig er liðið öruggt áfram ef PSV tapar, sama hvað gerist á Emirates

Sevilla þarf að vinna báða leikina sína og vonast eftir hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum. Það verður væntanlega barátta milli PSV og Lens um annað sætið og leikur þeirra á morgun gríðarlega mikilvægur.

Leikirnir sem eru eftir:
29. nóvember: Sevilla - PSV Eindhoven; Arsenal - Lens

12. desember: PSV Eindhoven - Arsenal; Lens - Sevilla

C-riðill:
1. Real Madrid 12 stig
2. Napoli 7
3. Braga 3
4. Union Berlín 1

Real Madrid þarf aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér sigur í riðlinum en liðið er þegar öruggt í útsláttarkeppnina, þökk sé snilli Jude Bellingham. Napoli er fimm stigum á eftir.

Ítalíumeistararnir komast áfram ef þeir vinna frækinn sigur í Madríd en ef þeir tapa og Braga vinnur Union Berlín á heimavelli þá á portúgalska liðið möguleika á að komast áfram í lokaumferðinni þegar það heimsækir Napoli. Union Berlín á ekki möguleika á útsláttarkeppninni.

Leikirnir sem eru eftir:
29. nóvember: Braga - Union Berlin; Real Madrid - Napoli

12. desember: Union Berlin - Real Madrid, Napoli - Braga

D-riðill:
1. Real Sociedad 10 stig
2. Inter 10
3. Salzburg 3
4. Benfica 0

Ekki spennandi riðill. Real Sociedad og Inter hafa þegar tryggt sér sæti í úrsláttarkeppninni.

Leikirnir sem eru eftir:
29. nóvember: Benfica - Inter; Real Sociedad - Red Bull Salzburg

12. desember: Inter - Real Sociedad; Red Bull Salzburg - Benfica

E-riðill:
1. Atletico Madrid 8 stig
2. Lazio 7
3. Feyenoord 6
4. Celtic 1

Topplið Atletico Madrid getur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum með því að vinna Feyenoord í dag. Tvö jafntefli gætu dugað til að vinna riðilinn en þá aðeins ef Lazio mistekst að vinna Celtic á heimavelli.

Ef Lazio vinnur og Atletico einnig þá er ráðið hvaða tvö lið komast áfram. Celtic verður að vinna til að eiga möguleika og þá opnast einnig möguleiki fyrir Feyenoord.

Leikirnir sem eru eftir:

28. nóvember: Lazio - Celtic; Feyenoord - Atletico Madrid

13. desember: Atletico Madrid - Lazio; Celtic - Feyenoord

F-riðill:
1. Borussia Dortmund 7 stig
2. Paris Saint-Germain 6
3. AC Milan 5
4. Newcastle 4

Öll fjögur liðin eiga enn möguleika á að komast áfram, og öll eiga meira að segja ágætis möguleika. Borussia Dortmund tryggir sér með sigri gegn AC Milan í dag og þau úrslit gefa PSG tækifæri á að fylgja þeim ef franska liðið vinnur Newcastle.

Newcastle verður að forðast tap gegn PSG og býr þá til stórleik gegn AC Milan á St James' Park. Milan þyrfti þá einnig öll þrjú stigin í lokaumferðinni því Dortmund og PSG mætast innbyrðis.

Leikirnir sem eru eftir:
28. nóvember: AC Milan - Borussia Dortmund; PSG - Newcastle

13. desember: Borussia Dortmund - PSG; Newcastle - AC Milan

G-riðill:
1. Manchester City 12 stig
2. RB Leipzig 9
3. Rauða Stjarnan 1
4. Young Boys 1

Eins og í E-riðli eru tvö efstu liðin þegar búin að tryggja sér áframhaldandi þátttöku; Manchester City og RB Leipzig. Liðinmætast í kvöld og City getur með sigri tryggt sér toppsætið.

Leikirnir sem eru eftir:
28. nóvember: Man City - RB Leipzig; Young Boys - Rauða Stjarnan

13. desember: Rauða Stjarnan - Man City; RB Leipzig - Young Boys

H-riðill:
1. Barcelona 9 stig
2. Porto 9
3. Shaktar Donetsk 6
4. Royal Antwerpen 0

Þrjú lið berjast um toppsætin tvö. Barcelona tekur á móti Porto í kvöld og getur katalónska liðið tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni með sigri; það tryggir sér toppsætið ef Shaktar vinnur ekki.

Úkraínska liðið vann Barca óvænt á dögunum og er með örlögin í sínum höndum, rétt eins og Porto.

Leikirnir sem eru eftir:
28. nóvember: Shakhtar Donetsk - Royal Antwerp; Barcelona - Porto

13. desember: Porto - Shakhtar Donetsk; Royal Antwerp - Barcelona
Athugasemdir
banner
banner