Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 29. janúar 2024 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kyle Walker: Það sem ég hef gert er hræðilegt
Kyle Walker.
Kyle Walker.
Mynd: Getty Images
Kyle Walker, fyrirliði Englands- og Evrópumeistara Manchester City, segist hafa tekið heimskulegar ákvarðanir í einkalífi sínu á undanförnum árum.

Walker er giftur Annie Kilner en það hjónaband er í molum eftir að hann eignaðist barn með áhrifavaldinum Lauryn Goodman fyrir fimm mánuðum síðan. Þetta er annað barnið sem hann eignast með Goodman en þau eiga fyrir soninn Kairo sem er þriggja ára.

„Það sem ég hef gert er hræðilegt og ég tek fulla ábyrgð á því," segir Walker í samtali við The Sun. „Ég hef tekið heimskulegar ákvarðanir. Ég get ímyndað mér hvernig Annie líður. Ég hef reynt að spyrja hana."

„Gjörðir mínar hafa orsakað mikinn sársauka. Ég get bara beðist afsökunar. Þetta á ekki að gerast."

Kilner henti Walker út eftir að Kairo fæddist árið 2020 en tók svo aftur við honum. Walker samþykkti þá að slíta öll samskipti sín við Goodman en stóð svo sannarlega ekki við það. Hún er nýbúin að eignast barn eftir Walker á sama tíma og eiginkona hans á von á fjórða barni þeirra saman.

Kilner sagði frá fyrir stuttu að hún og Walker væru að skilja eftir 13 ár saman. Walker flutti út af heimili þeirra í Prestbury.

„Hvernig gat ég sært manneskju sem ég elska svona mikið? Það er eitthvað sem ég verð að finna út úr innra með mér," segir Walker sem berst nú við að bjarga hjónabandi sínu.

Walker hefur á þessu tímabili byrjað 20 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Man City sem er að berjast um að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er þá mikilvægur í enska landsliðinu sem ætlar sér stóra hluti á Evrópumótinu í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner