Norska félagið Valerenga sagði við KSÍ í tölvupósti þann 1. mars að ekki væri mögulegt að fá Viðar Örn Kjartansson í komandi landsleiki miðað við þáverandi sóttvarnarreglur.
Mikið hefur verið rætt og ritað um Viðar undanfarna daga. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir að Valerenga hafi bannað Viðari að vera í hópnum en norska félagið þvertók síðan fyrir þetta í dag.
Fótbolti.net hefur séð tölvupóst frá Valerenga til KSÍ sem var skrifaður 1. mars eftir að KSÍ óskaði eftir að hafa Viðar í stóra landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. KSÍ hafði sent tölvupóst 28. febrúar með ósk um að velja Viðar í stóra hópinn fyrir komandi leiki.
Mikið hefur verið rætt og ritað um Viðar undanfarna daga. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir að Valerenga hafi bannað Viðari að vera í hópnum en norska félagið þvertók síðan fyrir þetta í dag.
Fótbolti.net hefur séð tölvupóst frá Valerenga til KSÍ sem var skrifaður 1. mars eftir að KSÍ óskaði eftir að hafa Viðar í stóra landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. KSÍ hafði sent tölvupóst 28. febrúar með ósk um að velja Viðar í stóra hópinn fyrir komandi leiki.
Í tölvupóstinum stendur að með vísan með vísan í tímabundnur reglur FIFA hvað varðar að sleppa leikmönnum í landsleiki er sem stendur ekki mögulegt að leyfa Viðari Erni Kjartassyni að fara þar sem það myndi þýða sjö daga sóttkví þegar hann snýr aftur til Noregs.
Uppfært 12:48 - Systir Viðars hefur birt eftirfarandi færslu á Twitter:
Fyrst að fjölmiðlar eru búnir að sjá samskiptin, hlýtur að vera í lagi að pósta þeim hér. Lesi hver í þau eins og hann vill. Þeir völdu VÖK aldrei í landsliðið. Þarf ekki að segja meira, punktur. pic.twitter.com/FP5Ye4lq3W
— Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (@holmfridurerna) March 29, 2021
Athugasemdir