Cunha orðaður við þrjú úrvalsdeildarfélög - Garnacho til Chelsea? - Þrír bakverðir og fjórir sóknarmenn á óskalista Amorim - Hvað verður um...
   mán 29. maí 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fékk kröftugt spark í höfuðið - Næstu 48 klukkustundir skipta miklu máli
Sergio Rico
Sergio Rico
Mynd: Getty Images
Næstu 48 klukkustundir skipta gríðarlega miklu máli í bataferli spænska markvarðarins Sergio Rico en þetta kemur fram í spænskum miðlum í dag.

Rico, sem er á mála hjá Paris Saint-Germain, var í fríi á Spáni þegar hann lenti í hrottalegu slysi.

Markvörðurinn fór á hestbak en COPE og fleiri spænskir miðlar segja að annar hestur hafi hlaupið utan í Rico og hest hans sem varð til þess að hann datt af hestinum og í kjölfarið hafi hann fengið kröftugt spark í höfuðið.

Kemur fram að Rico sé með bólgur á heila og munu því næstu 48 klukkustundir skipta miklu máli þegar það kemur að batanum.

Ekkert er hægt að segja til um batahorfur fyrr en eftir þann tíma en hann liggur nú þungt haldinn á spítala í Seville.

Kylian Mbappe og aðrir liðsfélagar Rico hafa sent honum batakveðjur í gegnum samfélagsmiðla síðasta sólarhringinn en RIco hefur verið á mála hjá PSG frá 2020 og á þá einn landsleik fyrir Spán.

Sjá einnig:
Markvörður PSG illa haldinn eftir að hafa dottið af hestbaki
Athugasemdir
banner