Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 29. maí 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Geta tryggt sig á EM í þessum glugga - Enga vantaði
Ísland æfir í orkudrykkjaborginni Salzburg
Icelandair
Frá æfingu Íslands í Salzburg í dag.
Frá æfingu Íslands í Salzburg í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amanda Andradóttir á æfingu í dag.
Amanda Andradóttir á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allir leikmenn íslenska landsliðsins tóku þátt í æfingu liðsins í Salzburg í Austurríki í dag.

Sveindís Jane Jónsdóttir, sem fór meidd af velli í leik með Wolfsburg á dögunum, var með á æfingunni sem var gott að sjá.

Amanda Andradóttir, sem hefur verið frábær í Bestu deildinni í sumar, var með á æfingunni en hún missti af síðasta leik Vals gegn Breiðabliks. „Það var vont að missa Amöndu og hún fengið að kenna svolítið á því án þess að leikmenn hafi fengið gul spjöld á móti. Hún er alveg blá og marin upp allan legginn, en svona er þetta," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir leikinn gegn Breiðabliki.

Mikið undir í þessum leikjum
Liðið kom saman fyrr í þessari viku hérna í heimaborg orkudrykkjaframleiðandans Red Bull. Hér er mikið um há fjöll og fallega náttúru.

Ísland spilar svo við Austurríki á föstudaginn í Ried im Innkreis sem er ekki langt frá Salzburg. Sá völlur tekur tæplega 8 þúsund áhorfendur, en það hefði nú verið skemmtilegra að spila á hinum flotta Red Bull Arena hér í Salzburg. Það verður að viðurkennast.

Íslenska liðið spilar tvisvar við Austurríki í þessum glugga - fyrst úti og svo heim - og eru leikirnir afar mikilvægir. Ef Ísland vinnur báða þessa leiki, þá er EM-sætið bókað hjá stelpunum nema Pólland vinni einn leik gegn Þýskalandi. Það verður að teljast ólíklegt og talsvert góðar líkur á að tveir sigrar gegn Austurríki komi til með að duga til að tryggja sætið. Ísland færi þá pressulaust inn í síðasta gluggann í undankeppninni.

En austurríska liðið verður alls ekki auðvelt viðureignar. Þær unnu Pólland og stríddu Þýskalandi í síðasta glugga. Fyrirfram er búist við frekar jöfnum leik á föstudaginn, en það verður gaman að sjá hvernig Ísland kemur úr þessu prófi.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband sem var tekið upp í Salzburg.


Athugasemdir
banner
banner
banner