Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   þri 21. maí 2024 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Góðar fréttir af Sveindísi
Icelandair
Sveindís Jane.
Sveindís Jane.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Karólína Lea.
Karólína Lea.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd af velli í leik Wolfsburg gegn Essen í þýsku deildinni í gær. Sveindís var í byrjunarliði Wolfsburg og var nálægt því að skora eftir átján mínútna leik en skalli hennar hafnaði í þverslá.

Um tveimur mínútum síðar var Sveindís sloppin ein í gegn eftir varnarmistök hjá Essen. Sophia Winkler, markvörður Essen, hljóp út úr markinu og sparkaði kröftuglega í sköflunginn á Sveindísi sem féll í grasið. Winkler fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið en Sveindís gat ekki haldið leik áfram.

Framundan eru tveir gífurlega mikilvægir leikir fyrir kvennalandsliðið, leikir við Austurríki í undankeppni EM.

Fótbolti.net ræddi við Þorstein Halldórsson, þjálfara lansliðsins, í dag og var spurt út í Sveindísi.

„Ég reikna ekki með öðru en að hún verði klár, hún fékk skurð á hnéð og þurfti að fara út af. Hún var brött með þetta í gær," sagði Steini.

Hann sagði þá frá því að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefði farið af velli í leik Leverkusen gegn Werder Bremen vegna veikinda. Karólína lék fyrri hálfleikinn.

Landsliðið kemur saman eftir næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner