Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. júní 2022 23:09
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Ægir og Þróttur unnu - Sjö marka leikur í Sandgerði
Sam Hewson gerði sigurmark Þróttara
Sam Hewson gerði sigurmark Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur vann ÍR
Völsungur vann ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægismenn eru komnir aftur á sigurbraut eftir stórtapið gegn Njarðvík í síðustu umferð en liðið vann góðan 2-0 sigur á Hetti/Hugin í 2. deild karla í kvöld. Þróttur lagði þá Hauka að velli, 1-0.

ÍR tapaði þriðja leik sínum í röð er liðið beið lægri hlut fyrir Völsungi á Húsavík, 3-1. Stefán Þór Pálsson tók forystuna fyrir ÍR-inga á 17. mínútu áður en Ólafur Jóhann Steingrímsson jafnaði á 28. mínútu.

Fjórum mínútum síðar kom KA-maðurinn Áki Sölvason Völsungi yfir áður en hann bætti við öðru marki sínu þegar hálftími var eftir af leiknum. Völsungur er með 17 stig í 4. sæti en ÍR í 6. sæti með 11 stig.

Sam Hewson gerði sigurmark Þróttara sem unnu Hauka 1-0 en mark hans kom á 11. mínútu. Þróttarar eru áfram í 2. sæti deildarinnar með 22 stig.

Nýliðar Ægis, sem töpuðu 6-0 fyrir Njarðvík í síðustu umferð, eru komnir aftur á sigurbraut. Liðið vann Hött/Hugin, 2-0, í kvöld þökk sé mörkum frá Ágústi Karel Magnússyni og Milos Djordjevic. Ægir er í 3. sæti með 22 stig en slakari markatölu en Þróttur.

KFA lagði Magna, 2-0. Marteinn Már Sverrisson og Abdul Karim Mansaray gerðu mörkin á síðustu tólf mínútum leiksins. KFA er í 8. sæti með 9 stig.

Það var þá ansi mikil dramatík er Reynir Sandgerði tapaði fyrir Víkingi Ólafsvík, 4-3, í Sandgerði. Sex mörk voru skoruð í fyrri hálfleiknum þar sem Brynjar Vilhjálmsson gerði tvennu fyrir Víking.

Bjartur Bjarmi Barkarson var hetja Víkings og gerði sigurmarkið þegar hálftími var eftir. Reynir er áfram á botninum með 3 stig en Víkingur í 9. sæti með 8 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Völsungur 3 - 1 ÍR
0-1 Stefán Þór Pálsson ('17 )
1-1 Ólafur Jóhann Steingrímsson ('28 )
2-1 Áki Sölvason ('32 )
3-1 Áki Sölvason ('61 )

KFA 2 - 0 Magni
1-0 Marteinn Már Sverrisson ('78 )
2-0 Abdul Karim Mansaray ('90 )

Reynir S. 3 - 4 Víkingur Ó.
1-0 Anel Crnac ('9 , Sjálfsmark)
1-1 Andri Þór Sólbergsson ('18 )
1-2 Brynjar Vilhjálmsson ('20 )
2-2 Hörður Sveinsson ('30 , Mark úr víti)
3-2 Sæþór Ívan Viðarsson ('33 )
3-3 Brynjar Vilhjálmsson ('41 )
3-4 Bjartur Bjarmi Barkarson ('64 )

Haukar 0 - 1 Þróttur R.
0-1 Sam Hewson ('11 )

Ægir 2 - 0 Höttur/Huginn
1-0 Ágúst Karel Magnússon ('20 )
2-0 Milos Djordjevic ('71 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner