Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 29. júní 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Southampton í viðræðum við Man City um Lavia
Southampton hefur haft samband við Manchester City vegna Romeo Lavia sem er á mála hjá City.

Lavia er átján ára djúpur miðjumaður sem City hefur miklar mætur á. Félagið gerir sér þó grein fyrir því að skrefið til Southampton gæti verið gott fyrir leikmanninn.

Félögin ræða sín á milli og er grein frá því á Sky Sports að kaupverðið verði á bilinu 10-12 milljónir punda.

Lavia er belgískur unglingalandsliðsmaður sem Leeds hefur einnig sýnt áhuga.
Athugasemdir
banner