Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 07:50
Elvar Geir Magnússon
Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo
Powerade
Xavi Simons er búinn að fara í læknisskoðun hjá Tottenham.
Xavi Simons er búinn að fara í læknisskoðun hjá Tottenham.
Mynd: EPA
Manchester United sagði nei við beiðni Mainoo um að fara á láni.
Manchester United sagði nei við beiðni Mainoo um að fara á láni.
Mynd: EPA
Aston Villa er að kaupa Asensio.
Aston Villa er að kaupa Asensio.
Mynd: EPA
Xavi Simons er búinn í læknisskoðun hjá Tottenham, Manchester United ætlar ekki að hleypa Mainoo burt, Úlfarnir sleppa ekki Strand Larsen og Villa kaupir Asensio. Þetta og fleira í áhugaverðum pakka dagsins.

Tottenham er að ná samkomulagi við RB Leipzig um 60 milljóna evra kaup á hollenska sóknarmiðjumanninum Xavi Simons (22) en Chelsea virtist líklegasti áfangastaður hans. (Telegraph)

Heimildir herma að Simons hafi þegar gengist undir læknisskoðun hjá Tottenham. Chelsea hefur hinsvegar tryggt sér Alejandro Garnacho (21) frá Manchester United fyrir 40 milljónir punda. (BBC)

Manchester United hefur hafnað beiðni miðjumannsins Kobbie Mainoo (20) sem bað um að fara á láni. Félagið segist meta leikmanninn mikils og það vilji að hann verði áfram og berjist fyrir sæti í liðinu. (BBC)

Úlfarnir eru tilbúnir að hafna þriðja tilboði Newcastle í Jörgen Strand Larsen (25) en það hljóðar upp á 60 milljónir punda. Úlfarnir ætla ekki að selja norska sóknarmanninn í þessum glugga. (Telegraph)

Tottenham hefur einnig haft samband við Manchester City varðandi möguleg kaup á hollenska varnarmanninum Nathan Ake (30). (Givemesport)

Aston Villa er að klára samkomulag um kaup á Marco Asensio (29), sóknarmanni Paris St-Germain. Spænski landsliðsmaðurinn vakti mikla athygli á láni hjá Villa á síðasta tímabili. (L'Equipe)

Napoli, sem missti Romelu Lukaku vegna meiðsla, hyggst fá danska framherjann Rasmus Höjlund (22) frá Manchester United á láni. Munnlegt samkomulag liggur fyrir við leikmanninn. (Gianluca DiMarzio)

Hollenski vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia (26) hjá Manchester United mun fara til Elche á lánssamningi yfir tímabilið eftir að hafa valið spænska liðið fram yfir Lille. (Voetbal International)

Cremonese, nýliðar í ítölsku A-deildinni, hafa áhuga á Jamie Vardy (38). Hann er án liðs eftir að hann yfirgaf Leicester City í vor. (Times)

Fyrrverandi liðsfélagi Vardy, franski miðjumaðurinn N'Golo Kante (34), gæti snúið aftur til Evrópu. Al-Ittihad í Sádi-Arabíu hefur boðið hann til Paris FC og Mónakó. (L'Equipe)

Crystal Palace undirbýr sig fyrir mögulegt brotthvarf fyrirliðans Marc Guehi (25) til Liverpool. Félagið gæti fengið 45 milljónir punda fyrir hann. (Express)

Burnley hefur sýnt áhuga á Florentino Luis (26), varnartengilið Benfica. Marseille og Roma hafa einnig áhuga á portúgalska leikmanninum. (Sky Sports)

Rangers hefur haft samband við Everton um mögulegan lánssamning fyrir portúgalska framherjann Youssef Chermiti (21). (Sky Sports)

Franski varnarmaðurinn Dimitri Colau (19) hjá Paris FC fer í læknisskoðun hjá West Ham á laugardaginn áður en hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið. (Footmercato)
Athugasemdir
banner