Antony, leikmaður Manchester United, var í gær yfirheyrður af lögreglu í um fimm klukkustundir.
Antony er til rannsóknar hjá brasilískum og breskum yfirvöldum vegna ofbeldis í garð fyrrverandi kærustu sinnar, Gabrielle Cavallin. Tvær aðrar konur stigu svo fram og sökuðu hann um ofbeldi í sinn garð.
Manchester United sendi Antony í leyfi meðan málið er til rannsóknar.
Antony, sem neitar allri sök, samþykkti í gær að mæta á lögreglustöð í Manchester til að svara spurningum. The Sun fjallar um að hann hafi yfirgefið heimili sitt um klukkan fjögur ásamt núrverandi kærustu sinni. Hann hafi svo stigið út af lögreglustöðinni um hálf tíuleytið.
Antony gaf frá sér yfirlýsingu í sumar þar sem hann sagði að ásakanirnar væru tilbúningur.
Athugasemdir