Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
banner
   þri 30. janúar 2024 08:00
Auglýsingar
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta.
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta.
Mynd: Berglind Rögnvaldsdóttir
MAFS.
MAFS.
Mynd: Berglind Rögnvaldsdóttir
Leiksýningin Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar vakti mikla athygli síðasta vor þegar sýningin var sýnd í Tjarnarbíói. Sýningin vakti það mikla lukku að hún landaði Meistaradeildarsæti og verður sýnd í Borgarleikhúsinu næstu vikurnar.

Tónlistamaðurinn Valdimar Guðmundsson er einn af leikurunum og með honum eru þeir Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson, Starkaður Pétursson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Viktoría Blöndal er leikstjóri.

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fékk í fyrra fjórar tilnefningar til Grímuverðlaunanna. Leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari í aukahlutverki (Ólafur Ásgeirsson) og svo var Valdimar tilnefndur sem söngvari ársins.

Sýningin er tilvalin fyrir alla knattspyrnuunnendur en alls ekki síður þeirra sem eru aðstandendur ruglaðra stuðningsmanna.

Fyrsta sýning verður á föstudag og er síðasta sýning sett á 5. apríl. Smelltu hér til að kaupa miða.

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar
Sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta

Þorleifur Aron, kallaður Doddi, fráskilinn karlmaður á fimmtugsaldri og Óli Gunnar, yngri bróðir hans hittast til að horfa á alla leiki Manchester United saman í sófanum. Leikir enska liðsins eru fastinn sem gefur lífi þeirra lit en einnig sá tími sem þeir geta eytt saman og fengið frið frá amstri dagsins. Yfir leiknum fá tilfinningar þeirra lausan tauminn og í gegnum leikinn fá þeir útrás auk þess sem óhófleg drykkja þeirra er réttlætanleg. Þennan tiltekna laugardag sem verkið gerist bregður út af vananum er Benedikt Hafberg, hinn nýi kærasti barnsmóður Dodda ásamt söngvaranum Valdimar bætast óvænt í hópinn að horfa á leikinn. Spennan innan sem utan vallar eykst sem því nemur og úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Því líkt utan vallar sem innan þá getur allt gerst í heimi knattspyrnunnar.

Myndband: Ásta Jónína.
Athugasemdir
banner
banner
banner