Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 30. janúar 2024 08:00
Auglýsingar
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta.
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta.
Mynd: Berglind Rögnvaldsdóttir
MAFS.
MAFS.
Mynd: Berglind Rögnvaldsdóttir
Leiksýningin Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar vakti mikla athygli síðasta vor þegar sýningin var sýnd í Tjarnarbíói. Sýningin vakti það mikla lukku að hún landaði Meistaradeildarsæti og verður sýnd í Borgarleikhúsinu næstu vikurnar.

Tónlistamaðurinn Valdimar Guðmundsson er einn af leikurunum og með honum eru þeir Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson, Starkaður Pétursson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Viktoría Blöndal er leikstjóri.

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fékk í fyrra fjórar tilnefningar til Grímuverðlaunanna. Leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari í aukahlutverki (Ólafur Ásgeirsson) og svo var Valdimar tilnefndur sem söngvari ársins.

Sýningin er tilvalin fyrir alla knattspyrnuunnendur en alls ekki síður þeirra sem eru aðstandendur ruglaðra stuðningsmanna.

Fyrsta sýning verður á föstudag og er síðasta sýning sett á 5. apríl. Smelltu hér til að kaupa miða.

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar
Sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta

Þorleifur Aron, kallaður Doddi, fráskilinn karlmaður á fimmtugsaldri og Óli Gunnar, yngri bróðir hans hittast til að horfa á alla leiki Manchester United saman í sófanum. Leikir enska liðsins eru fastinn sem gefur lífi þeirra lit en einnig sá tími sem þeir geta eytt saman og fengið frið frá amstri dagsins. Yfir leiknum fá tilfinningar þeirra lausan tauminn og í gegnum leikinn fá þeir útrás auk þess sem óhófleg drykkja þeirra er réttlætanleg. Þennan tiltekna laugardag sem verkið gerist bregður út af vananum er Benedikt Hafberg, hinn nýi kærasti barnsmóður Dodda ásamt söngvaranum Valdimar bætast óvænt í hópinn að horfa á leikinn. Spennan innan sem utan vallar eykst sem því nemur og úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Því líkt utan vallar sem innan þá getur allt gerst í heimi knattspyrnunnar.

Myndband: Ásta Jónína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner