Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   fös 30. apríl 2021 22:36
Elvar Geir Magnússon
Jói Kalli: Veit ekki af hverju Ísak Snær fær ekki að klára leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var til viðtals eftir 0-2 tap sinna manna gegn Val í kvöld. Staðan var markalaus í hléi en Valsmenn komu öðruvísi gíraður í seinni hálfleikinn.

„Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, náðum að pressa þá í fyrri hálfleik og hefðum getað verið á undan Völsurunum að skora sem hefði skipt gríðarlega miklu máli. Ég held að við höfum komið þeim á óvart með því að pressa þá en Heimir fékk svo smá tíma til að stilla sína menn af inn í seinni hálfleikinn og við vorum aðeins of passívir inn í pressuna í seinni," sagði Jói Kalli.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

„Ég sá að það var varla snerting, ef það var einhver snerting á Patrick Pedersen. Hann hendir sér upp og fiskar fyrra spjaldið á hann. Það var aldrei spjald og hann hefði aldrei átt að fara út af. Mér fannst við aldrei missa hausinn," sagði Jói.

Því var velt upp hvort Ísak væri eitthvað vanstilltur. eftir atvikið á KR-vellinum á dögunum.

„Já [ég er algjörlega ósammála því]. Ísak er hörku íþróttamaður og mikill keppnismaður. Það er ansi langt síðan það var og hefur ekkert með það að gera í dag að hann fékk gult spjald. Hann fékk ósanngjarnt fyrra gula spjaldið, hann er fylginn sér og fer í hörku tæklingu við Hauk Pál þar sem hann vinnur bara boltann. Ég veit ekki af hverju Ísak Snær fær ekki að klára leikinn."

„Ég var ósáttur að hann fékk rautt spjald. Mér fannst dómarinn dæma virkilega vel en ég var ósáttur sérstaklega með fyrra gula spjaldið á Ísak og mér fannst dómari leiksins vera fljótur að henda upp gulum spjöldum á okkur á meðan Birkir Már fær að skokka rólega til baka og fær bara tiltal,"
sagði Jói.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst
Athugasemdir
banner
banner
banner