Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fös 30. apríl 2021 22:36
Elvar Geir Magnússon
Jói Kalli: Veit ekki af hverju Ísak Snær fær ekki að klára leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var til viðtals eftir 0-2 tap sinna manna gegn Val í kvöld. Staðan var markalaus í hléi en Valsmenn komu öðruvísi gíraður í seinni hálfleikinn.

„Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, náðum að pressa þá í fyrri hálfleik og hefðum getað verið á undan Völsurunum að skora sem hefði skipt gríðarlega miklu máli. Ég held að við höfum komið þeim á óvart með því að pressa þá en Heimir fékk svo smá tíma til að stilla sína menn af inn í seinni hálfleikinn og við vorum aðeins of passívir inn í pressuna í seinni," sagði Jói Kalli.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

„Ég sá að það var varla snerting, ef það var einhver snerting á Patrick Pedersen. Hann hendir sér upp og fiskar fyrra spjaldið á hann. Það var aldrei spjald og hann hefði aldrei átt að fara út af. Mér fannst við aldrei missa hausinn," sagði Jói.

Því var velt upp hvort Ísak væri eitthvað vanstilltur. eftir atvikið á KR-vellinum á dögunum.

„Já [ég er algjörlega ósammála því]. Ísak er hörku íþróttamaður og mikill keppnismaður. Það er ansi langt síðan það var og hefur ekkert með það að gera í dag að hann fékk gult spjald. Hann fékk ósanngjarnt fyrra gula spjaldið, hann er fylginn sér og fer í hörku tæklingu við Hauk Pál þar sem hann vinnur bara boltann. Ég veit ekki af hverju Ísak Snær fær ekki að klára leikinn."

„Ég var ósáttur að hann fékk rautt spjald. Mér fannst dómarinn dæma virkilega vel en ég var ósáttur sérstaklega með fyrra gula spjaldið á Ísak og mér fannst dómari leiksins vera fljótur að henda upp gulum spjöldum á okkur á meðan Birkir Már fær að skokka rólega til baka og fær bara tiltal,"
sagði Jói.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst
Athugasemdir
banner