Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   fös 30. apríl 2021 22:36
Elvar Geir Magnússon
Jói Kalli: Veit ekki af hverju Ísak Snær fær ekki að klára leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var til viðtals eftir 0-2 tap sinna manna gegn Val í kvöld. Staðan var markalaus í hléi en Valsmenn komu öðruvísi gíraður í seinni hálfleikinn.

„Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, náðum að pressa þá í fyrri hálfleik og hefðum getað verið á undan Völsurunum að skora sem hefði skipt gríðarlega miklu máli. Ég held að við höfum komið þeim á óvart með því að pressa þá en Heimir fékk svo smá tíma til að stilla sína menn af inn í seinni hálfleikinn og við vorum aðeins of passívir inn í pressuna í seinni," sagði Jói Kalli.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

„Ég sá að það var varla snerting, ef það var einhver snerting á Patrick Pedersen. Hann hendir sér upp og fiskar fyrra spjaldið á hann. Það var aldrei spjald og hann hefði aldrei átt að fara út af. Mér fannst við aldrei missa hausinn," sagði Jói.

Því var velt upp hvort Ísak væri eitthvað vanstilltur. eftir atvikið á KR-vellinum á dögunum.

„Já [ég er algjörlega ósammála því]. Ísak er hörku íþróttamaður og mikill keppnismaður. Það er ansi langt síðan það var og hefur ekkert með það að gera í dag að hann fékk gult spjald. Hann fékk ósanngjarnt fyrra gula spjaldið, hann er fylginn sér og fer í hörku tæklingu við Hauk Pál þar sem hann vinnur bara boltann. Ég veit ekki af hverju Ísak Snær fær ekki að klára leikinn."

„Ég var ósáttur að hann fékk rautt spjald. Mér fannst dómarinn dæma virkilega vel en ég var ósáttur sérstaklega með fyrra gula spjaldið á Ísak og mér fannst dómari leiksins vera fljótur að henda upp gulum spjöldum á okkur á meðan Birkir Már fær að skokka rólega til baka og fær bara tiltal,"
sagði Jói.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst
Athugasemdir
banner
banner