Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 30. apríl 2021 22:36
Elvar Geir Magnússon
Jói Kalli: Veit ekki af hverju Ísak Snær fær ekki að klára leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var til viðtals eftir 0-2 tap sinna manna gegn Val í kvöld. Staðan var markalaus í hléi en Valsmenn komu öðruvísi gíraður í seinni hálfleikinn.

„Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, náðum að pressa þá í fyrri hálfleik og hefðum getað verið á undan Völsurunum að skora sem hefði skipt gríðarlega miklu máli. Ég held að við höfum komið þeim á óvart með því að pressa þá en Heimir fékk svo smá tíma til að stilla sína menn af inn í seinni hálfleikinn og við vorum aðeins of passívir inn í pressuna í seinni," sagði Jói Kalli.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

„Ég sá að það var varla snerting, ef það var einhver snerting á Patrick Pedersen. Hann hendir sér upp og fiskar fyrra spjaldið á hann. Það var aldrei spjald og hann hefði aldrei átt að fara út af. Mér fannst við aldrei missa hausinn," sagði Jói.

Því var velt upp hvort Ísak væri eitthvað vanstilltur. eftir atvikið á KR-vellinum á dögunum.

„Já [ég er algjörlega ósammála því]. Ísak er hörku íþróttamaður og mikill keppnismaður. Það er ansi langt síðan það var og hefur ekkert með það að gera í dag að hann fékk gult spjald. Hann fékk ósanngjarnt fyrra gula spjaldið, hann er fylginn sér og fer í hörku tæklingu við Hauk Pál þar sem hann vinnur bara boltann. Ég veit ekki af hverju Ísak Snær fær ekki að klára leikinn."

„Ég var ósáttur að hann fékk rautt spjald. Mér fannst dómarinn dæma virkilega vel en ég var ósáttur sérstaklega með fyrra gula spjaldið á Ísak og mér fannst dómari leiksins vera fljótur að henda upp gulum spjöldum á okkur á meðan Birkir Már fær að skokka rólega til baka og fær bara tiltal,"
sagði Jói.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst
Athugasemdir