fös 30. apríl 2021 21:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak fékk að líta rauða spjaldið - Eitthvað vanstilltur?
Ísak í baráttunni við Patrick
Ísak í baráttunni við Patrick
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson fékk að líta tvö gul spjöld og þar með rautt í leik ÍA og Vals í kvöld.

Ísak Snær var í brennidepli á dögunum þegar allt sauð upp úr í æfingaleik ÍA og KR fyrir mót. Þá var leik hætt. Meira má lesa um það mál hér.

Ísak fékk sitt fyrra gula spjald á 60. mínútu þegar hann braut á Patrick Pedersen. Seinna gula spjaldinu, á 66. mínútu, lýsti Elvar Geir Magnússon svona í beinni textalýsingu:

„Ísak Snær brýtur á Hauki Páli sem þarf aðhlynningu. Hárrétt hjá Vilhjálmi Alvari að lyfta spjaldi og verðskuldað er Ísak sendur í sturtu."

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, setti í kjölfarið inn Twitter-færslu þar sem hann tengir spjaldið í dag við atvikið í æfingaleiknum gegn KR.


Athugasemdir
banner
banner
banner