Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Tryggvi Hrafn Haraldsson átti algjöran stórleik í gær þegar hann skoraði tvö og lagði upp eitt í 2-3 útisigri Vals gegn toppliði Víkings í 9. umferð Bestu deildarinnar. Valur varð í gær fyrsta liðið til að taka stig af Víkingum í sumar.
Fyrra mark Tryggva kom eftir laglega sendingu frá Birki Má Sævarssyni, seinna markið var mikið einstaklingsframtak eftir glæsilega langa sendingu frá Aroni Jóhannssyni. Hann kórónaði svo sinn leik með stoðsendingu á Aron í þriðja marki Vals.
Tilkynnt var í Innkastinu að Tryggvi væri Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
Fyrra mark Tryggva kom eftir laglega sendingu frá Birki Má Sævarssyni, seinna markið var mikið einstaklingsframtak eftir glæsilega langa sendingu frá Aroni Jóhannssyni. Hann kórónaði svo sinn leik með stoðsendingu á Aron í þriðja marki Vals.
Tilkynnt var í Innkastinu að Tryggvi væri Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 3 Valur
„Tryggvi var frábær í þessum leik, er með frábæra hæfileika. En hann er svolítið on og off, var „skúrkurinn" á móti Keflavík þar sem hann klúðraði svakalegu færi. En hann var gjörsamlega stórkostlegur í þessum leik," sagði Elvar Geir í Innkastinu.
„Þegar Víkingur náði að minnka muninn í 1-2 þá á Tryggvi geggjað hlaup upp kantinn fimm mínútum seinna, gefur fyrir á Aron sem klárar þetta með sín gæði líka," sagði Valur Gunnarsson.
„Ef það fer ekki inn þá hefði þetta farið 2-2 eða 3-2 fyrir Víkingi. Maður fann orkuna tjakkast upp, Víkingur fór í sókn (eftir að hafa minnkað muninn) og ef þriðja markið var mikilvægt í þessum leik, þá var fjórða markið ennþá mikilvægara," sagði Tómas.
Tryggvi er 26 ára sóknarmaður sem hefur skorað sex mörk og lagt upp þrjú í tíu deildarleikjum í sumar. Leikurinn í gær var hann þriðji byrjunarliðsleikur í deildinni.
Sterkustu leikmenn:
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Athugasemdir