Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 30. maí 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkastur í 9. umferð - Var svo sannarlega on í stórleiknum
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Tryggvi Hrafn í leiknum í gær.
Tryggvi Hrafn í leiknum í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Marki fagnað.
Marki fagnað.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tryggvi Hrafn Haraldsson átti algjöran stórleik í gær þegar hann skoraði tvö og lagði upp eitt í 2-3 útisigri Vals gegn toppliði Víkings í 9. umferð Bestu deildarinnar. Valur varð í gær fyrsta liðið til að taka stig af Víkingum í sumar.

Fyrra mark Tryggva kom eftir laglega sendingu frá Birki Má Sævarssyni, seinna markið var mikið einstaklingsframtak eftir glæsilega langa sendingu frá Aroni Jóhannssyni. Hann kórónaði svo sinn leik með stoðsendingu á Aron í þriðja marki Vals.

Tilkynnt var í Innkastinu að Tryggvi væri Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Tryggvi var frábær í þessum leik, er með frábæra hæfileika. En hann er svolítið on og off, var „skúrkurinn" á móti Keflavík þar sem hann klúðraði svakalegu færi. En hann var gjörsamlega stórkostlegur í þessum leik," sagði Elvar Geir í Innkastinu.

„Þegar Víkingur náði að minnka muninn í 1-2 þá á Tryggvi geggjað hlaup upp kantinn fimm mínútum seinna, gefur fyrir á Aron sem klárar þetta með sín gæði líka," sagði Valur Gunnarsson.

„Ef það fer ekki inn þá hefði þetta farið 2-2 eða 3-2 fyrir Víkingi. Maður fann orkuna tjakkast upp, Víkingur fór í sókn (eftir að hafa minnkað muninn) og ef þriðja markið var mikilvægt í þessum leik, þá var fjórða markið ennþá mikilvægara," sagði Tómas.

Tryggvi er 26 ára sóknarmaður sem hefur skorað sex mörk og lagt upp þrjú í tíu deildarleikjum í sumar. Leikurinn í gær var hann þriðji byrjunarliðsleikur í deildinni.

Sterkustu leikmenn:
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Tryggvi Hrafn: Úrslitaleikur fyrir okkur að halda okkur inn í mótinu
Innkastið - Veðravíti og Víkingstap
Athugasemdir
banner
banner
banner