Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   þri 30. júní 2020 13:48
Elvar Geir Magnússon
Tímabilinu lokið hjá Ödegaard?
Sóknarmiðjumaðurinn Martin Ödegaard er á leið í skoðun en norski landsliðsmaðurinn meiddist á hné.

Óttast er að hann spili ekki meira á tímabilinu.

Ödegaard er á láni hjá Real Sociedad frá Real Madrid og var ekki með í tapleik gegn Getafe á mánudaginn.

Ödegaard var fyrr á tímabilinu að glíma við meiðsli á hné.

Real Sociedad hefur spilað illa eftir að tímabilið fór aftur af stað eftir kórónaveirustoppið. Liðið hefur sigið niður í sjöunda sætið.

Ödegaard er 21 árs og hefur skorað sjö mörk á tímabilinu.
Athugasemdir