Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. júlí 2020 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Eftirlitismaðurinn einn í stúkunni á Meistaravöllum
Það eru engir áhorfendur á vellinum.
Það eru engir áhorfendur á vellinum.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Núna er í gangi leikur KR og Fjölnis í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Leikurinn er í beinni textalýsingu en hægt er að nálgast hana með því að smella hérna.

Í dag voru hertar reglur kynntar á Íslandi vegna kórónuveirunnar en þar var mælst með því að kappleikir fullorðna verði frestað til 10. ágúst. KSÍ tók í kjölfarið ákvörðun að fresta leikjum í meistaraflokkum og 2. flokki til 5. ágúst og endurmeta stöðuna svo.

Allir leikir í dag fara hins vegar fram með enga áhorfendur á völlunum.

Elvar Geir Magnússon er á Meistaravöllum fyrir hönd Fótbolta.net og hann tók meðfylgjandi myndir. Ansi tómlegt er um að litast en einn einstaklingur situr í stúkunni. Það er Halldór Breiðfjörð, eftirlitismaður KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner