Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. ágúst 2020 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Netröllin hans Bartomeu og leki í fjölmiðla fælir Messi burt
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona.
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona.
Mynd: Getty Images
Messi vill komast burt frá Barcelona.
Messi vill komast burt frá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Messi með gullknöttinn.
Messi með gullknöttinn.
Mynd: Getty Images
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður, mætti í útvarpsþáttinn Fótbolta.net í gær og ræddi um mögulega brottför Lionel Messi frá Barcelona.

Messi vill fara eftir að hafa leikið allan sinn feril í Barcelona, en Einar útskýrði aðeins hvað lægi þar að baki.

„Þetta nær miklu dýpra en að Messi sé eitthvað ósáttur við liðsuppstillinguna á síðustu mánuðum eða það sem hann sér fyrir sér með leikmenn og spil liðsins á næstu árum. Þetta nær mjög djúpt, þessi kergja á milli hans og félagsins, og það sauð upp úr í vetur," sagði Einar.

„Það kom upp í vetur að Josep Maria Bartomeu, hinn umdeildi óvinsæli forseti félagsins, hefði leigt almannatengslafyrirtæki til að stofna fyrir sig draugareikninga til að mæra hans störf á samfélagsmiðlum. Hann borgaði þeim stórfé fyrir en alltaf í nægilega litlum greiðslum í einu til að það færi ekki inn á borð stjórnar. Það fór af reikningum félagsins, hann vissi nákvæmlega að hann væri að stíga rangt skref."

„Svo þegar það fara að koma upp deilur milli hans og leikmanna, þá eru þessi nettröll að mæra allt sem hann segir."

„Svo skellur Covid-19 faraldurinn á og þá byrja viðræður við leikmenn um að lækka laun. Það lekur í blöðin en bara hlið stjórnarinnar. Það kemur ekki fram af hverju leikmenn eru ekki endilega hrifnir að lækka laun sín um 70 prósent. Það er nánast öruggt að Bartomeu lekur þessu sjálfur í fjölmiðla. Þá stígur Messi í fyrsta skipti á sínum ferli hjá Barcelona fram og tjáir sig um stjórnarhætti félagsins, gagnrýnir Bartomeu og Eric Abidal, sem hafði klínt því á leikmenn að Ernesto Valverde var rekinn. Messi hendir því í smettið á honum og segir að hann verði að taka ábyrgð á sínum eigin ákvörðunum."

„Hann gagrýnir Bartomeu fyrir að leka upplýsingum um launalækkanir leikmanna, þar sem kom bara fram að leikmenn vildu ekki lækka launin. Það kom ekki fram af hverju og ástæðan var að þeir vildu tryggja að aðrir starfsmenn félagsins fengju borgað, að þeir væru ekki að lækka sín laun um 70 prósent og svo yrðu uppsagnir eða launalækkanir hjá starfsmönnum."

„Það var í fyrsta skipti sem Messi hætti sér inn á pólitísku hliðina hjá Barcelona sem er djúpt fen innan félagsins. Þá vaknar spurningin: Er hann að hóta því að fara til að þvinga það fram að Bartomeu hættu ári áður en hann á að hætta? Eða langar hann virkilega að fara?"

Hver er tilfinning Einars? „Sitt lítið að hvoru. Hann vill losna við forsetann og ekki seinna en akkúrat núna. Það er búið að reka Abidal (sem var yfirmaður knattspyrnumála). Ég hef ekki hugmynd um hvort að hann langi að prófa að spila einhvers staðar annars staðar. Hann er búinn að vera þarna frá því hann var 13 ára. Kannski langar hann að fara í raun og veru, kannski er bara að þvinga fram breytingar í félaginu."

Bartomeu ætlar ekki að leyfa hinum 33 ára gamla Messi að fara. Hann er sagður vilja 700 milljónir evra fyrir argentínska snillinginn, sem á eitt ár eftir af samningi.

Messi vill meina að hann megi rifta samningi sínum, en fjölmiðlamaðurinn Alfredo Martinez segir að hann vilji ekki fara með málið fyrir dómstóla.

„Mér finnst líklegast að hann verði áfram og Bartomeu fari. Það er skipt um forseta býsna reglulega hjá Barcelona og Bartomeu er flæktur í alls konar önnur svikafen. Hann þarf að mæta fyrir dóm í haust út af Neymar félagaskiptunum. Hann gæti þess vegna verið á leið í steininn, en það hefur ekki stöðvað þá áður. Sandro Rosell, sem var á undan honum, endaði með því að vera dæmdur í fangelsi út af fjárglæpamáli eða einhverri spillingu, hann er núna varaforseti. Það eru alls konar bylgjur í Barcelona sem er erfitt að skilja," sagði Einar Örn.

Stjórnin í Barcelona er vanhæf. Félagið hefur eytt himinháum fjárhæðum í leikmenn sem hafa ekkert gert neitt fyrir félagið á meðan sárafáir leikmenn úr hinni frægu La Masia akademíu félagsins fá tækifæri með aðalliðinu. Alla vega sárafáir miðað við áður fyrr.

„Þessi kúltur sem var orðinn rosalega sterkur, að byggja liðið á strákum úr La Masia, annað hvort innan vallar og svo líka að selja alla hina sem komust ekki í liðið og fjármagna þannig starfsemina og batteríið. Það hefur algerlega misfarist á síðustu árum."

Umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Messi segir Barcelona að hann sé ekki lengur leikmaður félagsins


Allt í Messi hjá Barcelona - Einar Örn skoðar málin
Athugasemdir
banner
banner
banner