Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. ágúst 2022 19:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kára finnst skrítið að UEFA Pro gráða sé krafa
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Viaplay
Rúnar Kristinsson er með UEFA Pro gráðu
Rúnar Kristinsson er með UEFA Pro gráðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi var til viðtals hjá Fótbolta.net í dag þegar félagið samdi við Arnar Gunnlaugsson þjálfara liðsins um framlengingu á samningi hans.


Kári er eins og flestir vita fyrrum landsliðsmaður en hann var spurður út í það hvern hann vildi sjá sem yfirmann fótboltamála í hjá landsliðinu,

„Ég myndi halda að Grétar [Rafn Steinsson] væri mjög flottur í þetta en auðvitað er hann í öðru starfi. Hann gæti ekki einu sinni tekið við þessu því hann er ekki með næg réttindi sem þjálfari," sagði Kári.

Staðan var auglýst á dögunum en Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur gengt stöðunni síðustu ár. Í auglýsingunni kemur fram að aðilinn þurfi að vera með UEFA Pro þjálfaragráðu en Kári furðar sig á þeirri kröfu.

„Þessi aðili sem tekur við þessu er aldrei að fara þjálfa einn eða neinn þannig ég skil ekki hvaðan það kemur, getur vel verið að það komi frá UEFA, þeir borgi einhverja styrki og maðurinn verði að vera með UEFA Pro. Það eru fáir kandídatar sem koma til greina því það eru bara UEFA Pro aðilar sem koma til greina," sagði Kári.

Sjá einnig:
Þau koma til greina í starf yfirmanns fótboltamála

„Mér finnst það skrítið að þetta skuli vera krafa. Eins og ég segi veit ég ekki hvort það komi frá UEFA að þetta verði að vera en ég sé ekki alveg tilganginn í að vera með UEFA Pro þjálfararéttindi í þessari stöðu, þetta snýst kannski um eitthvað annað."

Kröfurnar sem KSÍ nefnir í auglýsingunni eru eftirfarandi:

- UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði
- Þekking á íslenskri knattspyrnu
- Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu
- Góð tungumálakunnátta


Kári Árna: Besti þjálfari landsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner