Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. ágúst 2022 14:21
Elvar Geir Magnússon
Man Utd að fá skemmtikraft en ekki markaskorara í Antony
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Antony er á leið til Manchester United en enska félagið staðfesti í dag samkomulag við Ajax.

United borgar yfir 80 milljónir punda fyrir Antony og sitt sýnist hverjum um þann verðmiða fyrir leikmann sem hefur aðeins sannað sig í hollenska boltanum. Hann er næst dýrasti leikmaður í sögu United.

„Leikmaðurinn hefur aldrei skorað meira en átta eða níu deildarmörk á tímabili í Hollandi. Að mínu matti ætti hann að hafa skorað meira," segir hollenski íþróttafréttamaðurinn Marcel van der Kraan við BBC.

„Hann er ekki að fara að skora mörg mörk fyrir Manchester United. Þegar þú horfir á verðmiðann þá myndir þú búast við að félagið væri að kaupa mann sem ætti að skora mörg mörk. Hann er hinsvegar skemmtikraftur, færir liðinu stoðsendingar og skemmtanagildi. Það mun kannski hjálpa Erik ten Hag."

„Hvað varðar líkamsstyrk þá hefur hann bara spilað í hollensku deildinni síðan hann yfirgaf Brasilíu. En hann er með sterkan karakter sem ólst upp við erfiðar aðstæður og vill hugsa um fjölskyldu sína. Hann er alltaf ákveðinn í því að gera sitt besta innan vallar."

Anthony ólst upp í fátækrahverfi í Brasilíu og varð vitni að glæpum, ofbeldi, eiturlyfjaviðskiptum og morðum í sínu umhverfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner