„Já, mjög. Bara hvernig við spiluðum var frábært" sagði Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, eftir sigur á KA í dag spurður hvort hann væri ánægður.
„Það var mjög krúsjal að ná marki inn snemma í leiknum. Það var það sem við lögðum upp með að setja pressu á þá og láta þá ekki vera að spila sinn leik."
Fór eitthvað um Sindra þegar Gunnar Heiðar brenndi af víti í stöðunni 1-0? „Nei, ég kallaði hann aumingja og sagði að hann skuldaði mér eitt."
„Hann má nú reyndar eiga það hann Gunnar að hann sagði: „Sindri. Sjáðu veðrið. Þetta er 3-0. Þetta er skrifað í skýin". Það er geggjað af manninum."
Verður Sindri áfram í herbúðum ÍBV. „Við ætlum að skemmta okkur í kvöld. Við setjumst niður eftir helgi. Mér líður rosalega vel og væri alveg til í að vera áfram."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
„Það var mjög krúsjal að ná marki inn snemma í leiknum. Það var það sem við lögðum upp með að setja pressu á þá og láta þá ekki vera að spila sinn leik."
Fór eitthvað um Sindra þegar Gunnar Heiðar brenndi af víti í stöðunni 1-0? „Nei, ég kallaði hann aumingja og sagði að hann skuldaði mér eitt."
„Hann má nú reyndar eiga það hann Gunnar að hann sagði: „Sindri. Sjáðu veðrið. Þetta er 3-0. Þetta er skrifað í skýin". Það er geggjað af manninum."
Verður Sindri áfram í herbúðum ÍBV. „Við ætlum að skemmta okkur í kvöld. Við setjumst niður eftir helgi. Mér líður rosalega vel og væri alveg til í að vera áfram."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir