Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   lau 30. september 2023 15:34
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Tottenham og Liverpool: Richarlison byrjar - Trent á bekknum

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Tottenham og Liverpool en bæði lið hafa farið frábærlega af stað á þessari leiktíð. Leikurinn hefst klukkan 16:30.


Tottenham er með fjórtán stig eftir sex leiki en Liverpool með sextán og því má búast við algjörum hörkuleik á eftir. Tottenham gerði 2-2 jafntefli gegn Arsenal í síðasta leik sínum á meðan Liverpool vann Leicester City í deildabikarnum. Liverpool vann þá síðasta deildarleik sinn gegn West Ham með þremur mörkum gegn einu.

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, gerir eina breytingu frá leiknum gegn Arsenal. Richarlison kemur inn í byrjunarliðið fyrir Brennan Johnson sem er meiddur.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir einnig eina breytingu frá síðasta deildarleik. Cody Gakpo kemur inn fyrir Darwin Nunez og þá er Trent Alexander-Arnold mættur í leikmannahópinn en hann hefur verið meiddur.

Tottenham: Vicario; Porro, Romero, Van de Ven, Udogie; Sarr, Bissouma; Kulusevski, Maddison, Son; Richarlison.
(Varamenn: Forster, Skipp, Hojbjerg, Royal, Solomon, Davies, Phillips, Veliz, Donley.)

Liverpool: Alisson; Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson; Mac Allister, Jones, Szoboszlai; Salah, Gakpo, Diaz.
(Varamenn: Kelleher, Endo, Konate, Nunez, Elliott, Jota, Tsimikas, Gravenberch, Alexander-Arnold.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner