Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 12:25
Elvar Geir Magnússon
Amorim með 30 daga uppsagnarákvæði
Rúben Amorim verður líklegast næsti stjóri Manchester United.
Rúben Amorim verður líklegast næsti stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Manchester United gæti þurft að bíða lengur áður en Rúben Amorim getur tekið við liðinu. United er tilbúið að greiða 8,3 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans.

En eftir að búið er að virkja ákvæðið er klásúla um 30 daga uppsagnarfrest og þarf United því að semja sérstaklega við Sporting Lissabon um að fá hann fyrr til starfa.

Þetta setur strik í reikninginn fyrir United sem vill helst að hann stýri liðinu strax gegn Chelsea á sunnudag. Það er hinsvegar ekki möguleiki nema samkomulag náist við Sporting.

United spilar sex leiki næstu 30 daga og mætir svo Everton í úrvalsdeildinni þann 1. desember. Stjórn United er sögð bjartsýn á að Amorim verði kominn til starfa vel fyrir þann tíma.

Amorim sagði á fréttamannafundi eftir leik Sporting í gær að það væri ekkert ráðið í þessu. Það væri í hans eigin höndum að taka ákvörðun. Næsti leikur Sporting er gegn Nacional í portúgalska bikarnum á þriðjudaginn og mætti Amorim til starfa á æfingasvæði Sporting í dag til að stýra æfingu.

Ruud van Nistelrooy stýrir Manchester United til bráðabirgða og verður á hliðarlínunni í deildabikarleiknum gegn Leicester í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner