Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   lau 30. desember 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjög spennt að fá Hafrúnu til Bröndby - „Hann gat ekki hætt"
Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Það var staðfest fyrr í þessum mánuði að bakvörðurinn Hafrún Rakel Halldórsdóttir væri gengin til liðs við danska liðið Bröndby frá Breiðabliki.


Bröndby er á toppi deildarinnar eftir 14 umferðir en Kristín Dís Árnadóttir er leikmaður liðsins. Kristín var til viðtals hjá Fótbolta.net á dögunum, hún er spennt að fá Hafrúnu til liðsins.

„Ég er spennt að fá Íslending, ég þekki Hafrúnu vel, við vorum saman í Breiðablik og höfum verið saman í landsliðinu. Hún mun hjálpa okkur mjög mikið, okkur vantar hraða fram á við, hún getur nátturulega leyst allskonar stöður þannig það er 100% styrkur að fá hana," sagði Kristín.

Þjálfari liðsins spurði Kristínu mikið út í Hafrúnu.

„Hann gat ekki hætt. Hann var með það markmið að ná í hana enda er hún búin að vera öflug hérna heima og líka með landsliðinu. Ég sagði góða hluti um hana. Hann talaði mikið við mig og ég var í sambandi við Hafrúnu og þetta gekk svona vel," sagði Kristín.


Athugasemdir
banner
banner